Gunnar Ţorsteinsson besti leikmađur 14. umferđar
Gunnar Ţorsteinsson besti leikmađur 14. umferđar

Grindvíkingar hafa verið á mikilli siglingu í Inkasso-deildinni undanfarnar vikur og eru nú í 2. sæti deildarinnar, 1 stigi á eftir toppliði KA þegar deildin er rúmlega hálfnuð. Grindavík vann góðan sigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði í síðustu umferð, 1-4 á útivelli og var Grindvíkingurinn Gunnar Þorsteinsson valinn besti leikmaður umferðinnar fyrir frammistöðu sína í leiknum. Gunnar er þriðji leikmaður Grindavíkur sem hlýtur þessa nafnbót en Jósef Kristinn Jósefsson var valinn bestur í þriðju umferð og Alexander Veigar Þórarinsson í þeirri 9.

Umfjöllun fótbolta.net má lesa hér að neðan:

„Þetta var ekki besta frammistaða mín í sumar en heilt yfir var ég þokkalega sáttur. Ég hef átt leiki þar sem ég hef lagt meira af mörkum til liðsins en eins og svo oft er þá vekja þeir mesta athygli sem skora mörkin. Þannig virkar bransinn. Leikur liðsins var ágætur, engin stjörnuframmistaða en við gerðum nóg til að klára leikinn sannfærandi. Við erum í þessu til að hala inn stig," segir Gunnar Þorsteinsson, miðjumaður Grindvíkinga.

Gunnar skoraði tvö mörk og hjálpaði Grindavík að vinna Leikni Fáskrúðsfirði 4-1 á útivelli í Inkasso-deildinni á laugardag. Grindvíkingar eru eftir sigurinn í 2. sæti í Inkasso-deildinni og ætla sér að fara upp í Pepsi-deildina.

„Við tölum ekkert í kringum það að stefnan er skýr, við förum upp," sagði Gunnar.

Eftir leikinn á laugardag hefur Grindavík skorað 36 mörk í 14 leikjum í sumar. Hver er lykillinn á bakvið það?

„Til að byrja með eru fremstu fjórir hjá okkur auk sókndjarfra bakvarðanna allir framúrskarandi leikmenn. Alex Veigar hefur að öðrum ólöstuðum borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn deildarinnar. Þess utan erum við með einn besta sóknarþjálfara landsins í Jankó (Milan Stefán Jankovic). Hjá honum er ekki í boði að spila eftir þjóðvegi 1."

Gunnar spilaði í yngri flokkunum í Grindavík áður en hann fór í unglingalið Ipswich. Þaðan lá leið hans til ÍBV árið 2013. Eftir þrjú ár í Eyjum ákvað Gunnar að fara aftur til Grindavíkur síðastliðinn vetur.

„Mér fannst ég hafa staðnað dálítið í ÍBV og þurfti á nýrri áskorun að halda áfram að þróast sem leikmaður. Einnig spilaði inn í að ég hóf háskólanám síðasta haust í borginni. Ég ákvað að fara til Grindavíkur því ég vildi taka þátt í verkefni sem skiptir mig máli, að koma félaginu á þann stað sem það á að vera," sagði Gunnar sem hefur líkað vel á heimaslóðum í sumar.

„Fjölskyldan býr í Grindavík þannig það er gott að hitta þau daglega eftir að hafa búið í burtu í tæp fimm ár. Mér fannst ég hafa fjarlægst bæinn svolítið en hef endurnýjað tengslin við marga. Manni þarf að líða vel utan vallar til að staðið sig innan vallar."

Næsti leikur Grindvíkinga er á fimmtudag en þá mætir liðið Keflavík í Suðurnesjaslag. Leikurinn er mikilvægur en Grindavík er þremur stigum á undan Keflavík sem er í 3. sætinu.

„Það er mikið undir, einungis þrjú stig skilja liðin að. Þeir eru reyndir sem vóg þungt í fyrri leiknum þar sem við brugðumst undir pressunni. Við erum hinsvegar illviðráðanlegir á vellinum hans Begga," sagði Gunnar.

Nýlegar fréttir

miđ. 20. sep. 2017    Prjóna- og handavinnukvöld í Gallery Spuna í kvöld
miđ. 20. sep. 2017    Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár
miđ. 20. sep. 2017    Félagsfundur VG í Grindavík annađ kvöld - Ari Trausti mćtir
miđ. 20. sep. 2017    Tjaldsvćđiđ opiđ út nóvember
miđ. 20. sep. 2017    ADHD međ tónleika á Bryggjunni á fimmtudagskvöldiđ
ţri. 19. sep. 2017    Suđurnesjaslagur í Útsvarinu 29. september
ţri. 19. sep. 2017    Fisktćkniskólinn og Marel áfram í samstarfi
ţri. 19. sep. 2017    Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu
ţri. 19. sep. 2017    Lýđheilsuganga í Grindavík - SAGA
ţri. 19. sep. 2017    Geo Hótel leitar ađ hótelstjóra
mán. 18. sep. 2017    Karfan.is leitar ađ blađamönnum og ljósmyndurum í Grindavík
mán. 18. sep. 2017    Hópsnesiđ er kynngimagnađur stađur
mán. 18. sep. 2017    Allskonar form í umhverfinu
mán. 18. sep. 2017    Björn Lúkas rúllađi upp MMA einvígi sínu
mán. 18. sep. 2017    Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli
fös. 15. sep. 2017    Réttađ í Ţórkötlustađarétt laugardaginn á morgun kl. 14:00
fös. 15. sep. 2017    Opnađ fyrir umsóknir um orlofshús VG á Spáni fyrir páskana
fös. 15. sep. 2017    Grindavík lá í Eyjum
fös. 15. sep. 2017    Bubbi Morthens međ tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld
fim. 14. sep. 2017    Lýđsheilsugöngur í Grindavík
fim. 14. sep. 2017    Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum
fim. 14. sep. 2017    Atvinna: Matráđur og ađstođarmatráđur í Miđgarđi
fim. 14. sep. 2017    Fjör í hljóđfćrakennslu í tónlistarskólanum
miđ. 13. sep. 2017    Lýđheilsuganga í dag kl. 18:00 - náttúra
miđ. 13. sep. 2017    Lýđheilsuganga (spacer zdrowia) w Grindaviku
Grindavík.is fótur