Samanburđur fasteignagjalda á nokkrum ţéttbýlisstöđum 2016

 • Fréttir
 • 9. ágúst 2016
Samanburđur fasteignagjalda á nokkrum ţéttbýlisstöđum 2016

Byggðastofnun hefur fengið Þjóðskrá Íslands til að reikna út fasteignamat og fasteignagjöld á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum á landinu eins og undanfarin ár. Reiknað er út fasteignamat á hverjum stað ef þessi eign væri staðsett í viðkomandi sveitarfélagi. Viðmiðunareignin er einbýlishús, byggt 1975, sem er 161,1 m2 að grunnfleti og lóðarstærð er 808m2.

Útreiknað fasteignamat þessarar eignar er í Grindavík 24,5 milljónir króna og hefur lækkað frá fyrra ári um 5,06%.

Heimild: www.byggdastofnun.is

Útreikningur gjalda byggir á þessu fasteignamati samkvæmt álagningarreglum ársins 2016 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi fyrir sig.
Eins og fyrri ár kemur Grindavík vel út úr þessum samanburði með 225,8 þúsund króna fasteignagjöld og er það hækkun um 0,78% frá árinu 2015.
Eins og sést á næstu mynd þá eru fasteignagjöld í Grindavík þau þriðju lægstu af þessum þéttbýlisstöðum, einungis Bolungarvík og Vopnafjörður með lægri gjöld.

Heimild: www.byggdastofnun.is

Ef einungis eru teknir þéttbýlisstaðir sem hafa svipað fasteignamat og í Grindavík þá er Grindavík með lægstu gjöldin en Borgarnes með þau hæstu, eða rúm 351 þús. króna. Álögð gjöld í Borgarnesi eru því um 125 þús. króna hærri en í Grindavík, sem gerir um 55%.


Sjá nánar á heimasíðu Byggðastofnunar: http://www.byggdastofnun.is/is/frettir/category/1/samanburdur-fasteignagjalda-a-nokkrum-thettbylisstodum-5
og http://www.byggdastofnun.is/is/utgefid-efni/grof-og-skrar

 

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 23. maí 2018

Leikjadagur yngstastigs í Hópinu

Grunnskólafréttir / 23. maí 2018

Útikennsla í smiđjum hjá 5. bekk

Grunnskólafréttir / 22. maí 2018

Risaeđlur á göngum Hópsskóla

Sjóarinn síkáti / 22. maí 2018

Dagskrá Sjóarans síkáta í Grindavík 2018

Íţróttafréttir / 22. maí 2018

Lokahóf yngri flokka á morgun, miđvikudag

Tónlistaskólafréttir / 17. maí 2018

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

Nýjustu fréttir

Dansfjör hjá 10. bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 25. maí 2018

Bókasafn Grindavíkur óskar eftir starfsmanni

 • Bókasafnsfréttir
 • 25. maí 2018

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 25. maí 2018

Rafgítarkennari óskast í ca. 50% starf

 • Tónlistaskólafréttir
 • 23. maí 2018

Síđasti Stuđboltafundur ţennan veturinn

 • Grunnskólafréttir
 • 18. maí 2018