Jón Axel í úrvalsliđi mótsins

  • Íţróttafréttir
  • 25. júlí 2016

Karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið á stall með þeim bestu í Evrópu og tryggði sig upp í A-deild Evrópumótsins með frábærum árangri í b-deildinni sem lauk í Grikklandi í gærkvöld. Ísland hlaut silfrið eftir að hafa tapað framlengdum úrslitaleik fyrir Svartfjallalandi, 78-76. Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson stóð sig frábærlega á mótinu og var valinn í úrvalslið mótsins.

Svartfellingar voru 16 stigum yfir þegar lokaleikhlutinn var hálfnaður en íslenska liðið vann þann mun upp og Kristinn Pálsson jafnaði í 71-71 með þriggja stiga körfu 18 sekúndum fyrir leikslok og urðu það lokatölur í venjulegum leiktíma.

Svartfellingar höfðu svo betur í framlengingunni og unnu 78-76. Jón Axel Guðmundsson var stigahæstur Íslendinga í leiknum með 23 stig og 13 fráköst þrátt fyrir að hafa spilað hálf meiddur í leiknum.

Íslenska liðið varð efst í sí num riðli eftir sigur á Pólverjum, Rússum og Eistum en eini tapleikurinn var gegn Hvítrússum. Í útsláttarkeppninni vann Ísland Georgíu og sjálfa gestgjafa mótsins, Grikki áður en kom að úrslitaleiknum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!