361 áhorfandi sá Grindavík vinna nágrannaslaginn

  • Íţróttafréttir
  • 21. júlí 2016

Grindavíkurstelpur lögðu granna sína í Keflavík 2-1 í hörku leik í B-riðli 1. deildarinnar á Grindavíkurvelli í gærkvöldi. Alls varð 361 áhorfandi vitni að sigrinum sem er aldeilis glæsileg mæting. Sérstakir gestir á leiknum voru leikmenn 5., 6. og 7. flokks stúlkna.

Keflavík byrjaði betur og komst yfir á 20. mínútu. Grindavík tók svo yfir leikinn og tókst að jafna með fallegu marki Marjani Hing-Glover eftir fyrirgjöf Drafnar Einarsdóttur. Í seinni hálfleik var Grindavík alltaf líklegra til þess að skora og það var Marjani Hing-Glover sem skoraði sigurmarkið með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu Önnu Þórunnar Guðmundsdóttur. Keflavíkurstúlkur létu mótlætið fara í taugarnar á sér og fengu tvær þeirra að líta rautt spjald í lokin.

Grindavíkurstelpur léku prýðilega í þessum leik en engu að síður eiga þær enn talsvert mikið inni. Sérstaklega var gaman að sjá yngstu stelpurnar blómstra, þær Dröfn Einarsdóttur, Ísabel Jasmín Almarsdóttur og Kristínu Anitudóttur McMillan sem stóðu sig allar virkilega vel í vörninni.

Grindavík gerir atlögu að því þriðja árið í röð að fara upp í Pepsideildina. Nú er spurning hvað gerist í félagaskiptaglugganum en a.m.k. tveir leikmenn liðsins fara í nám til Bandaríkjanna fljótlega í ágúst og þær skilja eftir sig stór skörð. Hvernig væri að Grindavík reyni að fá Grindvíkinginn Ingibjörgu Sigurðardóttur lánaða frá Breiðablik fyrir lokasprettinn, það yrði mikill fengur fyrir liðið.

Mynd: Stelpurnar fagna sigrinum á Keflavík í gærkvöldi.

Staðan í deildinni er þessi.

Næsti leikur stelpnanna er gegn Haukum á mánudaginn á Grindavíkurvelli og eigast þar við toppliðin í riðlinum.

Stelpurnar í 5., 6. og 7. flokki stúlkna voru heiðursgestir á leiknum í gærkvöldi en þær stóðu sig frábærlega vel á Símamótinu í Kópavogi um helgina.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!