Kvennanámskeiđ Golfklúbbs Grindavíkur

  • Fréttir
  • 18. júlí 2016

Stjórn Golfklúbbs Grindavíkur setti sér það markmið að auka kvennastarf hjá klúbbnum og í fyrra sást árangur, met þátttaka kvenna var í Meistaramótinu og þó nokkrar mættu á sérstakt kvennanámskeið sem haldið var og eins gengu nokkrar konur í klúbbinn. Árið í ár er hins vegar ekki alveg jafngott en sumarið er bara hálfnað og nægur tími eftir til að spila golf. Námskeið fyrir þær sem eru á sínu fyrsta og öðru ári í klúbbnum verður í boði GG fimmtudaginn 21. júlí og fimmtudaginn 28. júlí kl. 18:00 báða dagana ef þátttaka fæst. (Láta vita um mætingu í skála). 

Facebook grúbba hefur verið virk í einhvern tíma og þar ættu kvenkyns kylfingar GG að geta skipulagt sameiginlega spilatíma eða ákveðið fasta tíma til að hittast og spila saman, og látið þær vita sem ekki eru á Facebook.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir