Grindavík komiđ í 2. sćtiđ

  • Íţróttafréttir
  • 18. júlí 2016

Grindavík er komið í 2. sæti Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu karla eftir öruggan sigur á Fram á Laugardalsvelli um helgina, 2-0. Grindavík var mun sterkari aðilinn í leikinn en það tók 43 mínútur að brjóta ísinn. William Daníels skoraði fallegt mark, hans fjórða í sumar. Rodrigo Gomes Mateo bætti svo við öðru marki í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat.

Strax í upphafi seinni hálfleiks bætti Rodrigo Gomes Mateo við öðru marki Grindavíkur og þar við sat og öruggur sigur í höfn.

Grindavík tefldi fram nýjum markverði í leiknum, Bosníumanninum Kristijan Jajalo. Hann virðist virkilega öflugur markvörður þótt ekki hafi reynt mikið á hann í gær.

Nú er Inkassodeildin hálfnuð og Grindavík í 2. sæti deildarinnar. Liðið hefur unnið sex leiki, gert þrjú jafntefli og tapað tveimur. Liðið hefur skorað langflest mörk allra liða í deildinni eða 26 en fengið á sig 11. Grindavík hefur spilið vel á köflum í sumar og þarf nú að finna meiri stöðugleika til þess að gera atlögu að því að komast upp í Pepsideildina. KA virðist vera að stinga af en Grindavík á í harðri baráttu við fleiri lið um annað sætið þar sem ekkert má út af bera.

Staðan í deildinni er þessi:

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 KA 11 8 2 1 19 - 8 11 26
2 Grindavík 11 6 3 2 26 - 11 15 21
3 Leiknir R. 11 6 2 3 12 - 10 2 20
4 Þór 11 6 1 4 14 - 16 -2 19
5 Keflavík 11 4 6 1 19 - 13 6 18
6 Selfoss 11 4 3 4 14 - 15 -1 15
7 Fjarðabyggð 11 3 4 4 18 - 18 0 13
8 Fram 11 3 4 4 11 - 15 -4 13
9 Haukar 11 3 2 6 17 - 22 -5 11
10 HK 11 2 5 4 13 - 19 -6 11
11 Leiknir F. 11 2 1 8 12 - 19 -7 7
12 Huginn 11 1 3 7 8 - 17 -9 6

Næstu leikir:

Fim. 21. júlí Haukar-Grindavík
Mið. 27. júlí Grindavík-Huginn

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir