Tók ţátt í ađgerđinni í Sveinsgili

  • Fréttir
  • 15. júlí 2016

„Hvorki orð né myndir geta lýst því gríðarlega afreki sem unnið var í aðgerðinni í Sveinsgili síðustu daga. Hlutirnir sem við getum gert sem ein heild virðast ekki eiga sér neinar takmarkanir," segir Otti Sigmarsson úr Björgunarsveitinni Þorbirni á Facebooksíðu sinni sem tók þátt í björgunaraðgerðunum.

Otti var í viðtali á mbl.is. Þar segir m.a.

„„Ég er frek­ar bú­inn á því, þetta er svo­lítið eins og maður hafi orðið fyr­ir lest," seg­ir björg­un­ar­sveit­armaður­inn Otti Sig­mars­son sem tók þátt í aðgerðum í Sveins­gili í gær. Eins og kunn­ugt er fór þar fram í fyrra­dag og gær um­fangs­mik­il leit að frönsk­um ferðamanni sem féll þar ofan í á.

Otti var björg­un­ar­stjóri á vett­vangi í gær en hann hef­ur verið björg­un­ar­sveit­armaður í Grinda­vík í fjór­tán ár. „Við höf­um al­veg fengið okk­ar skammt af erfiðum aðgerðum en þetta var mjög erfitt. En þarna voru all­ir í sama liðinu, björg­un­ar­sveitar­fólk úr fjór­um sveit­um og fólk frá slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins, lög­regl­unni og Land­helg­is­gæsl­unni. Það var bara eins og þetta fólk hefði alltaf unnið sam­an," seg­ir Otti en um 30 manns voru að störf­um á svæðinu þegar hann var þar í gær. „Við erum þarna í gil­inu frá klukk­an þrjú eða fjög­ur um dag­inn og erum síðust í burtu um kvöldið."

Otti seg­ir að í gær hafði rignt stans­laust og fólk hafi verið orðið vel blautt þegar aðgerðum lauk.

Áfall að horfa upp á hjarta­stoppið
Eins og greint hef­ur verið frá í dag fékk einn björg­un­ar­sveit­armaður­inn hjarta­stopp á staðnum í gær­kvöldi. Otti seg­ir mikið áfall að horfa upp á það. „Það sem var ótrú­legt var að þyrl­an er þá akkúrat á staðnum. Henni fylg­ir mik­ill hávaði og það var erfitt fyr­ir fólk að eiga sam­skipti um hvað var að eiga sér stað."

Hann seg­ir það hafa ef­laust aðeins verið nokkr­ar sek­únd­ur þegar all­ir í hópn­um voru að gera sér grein fyr­ir hvað var í gangi en það leið eins og óra­tími. „Þyrl­an hætt­ir strax því sem hún var að gera til að geta lent og komið búnaði til okk­ar, þeir eru nátt­úru­lega með hjart­astuðtæki og súr­efni. Ég hafði orð á því á fundi í gær­kvöldi að trú­lega hefðum við sett heims­met í boðhlaupi," seg­ir Otti. „Þyrl­an lenti nokk­ur hundruð metra frá þar sem maður­inn var og menn bara skiptu sér og ómeðvitað tóku hver við af öðrum að fara með dótið niður eft­ir að mann­in­um."

Eins og greint hef­ur verið frá náðist að end­ur­lífga mann­inn á staðnum og var farið með hann í þyrluna sem flutti hann til Reykja­vík­ur. Otti seg­ir að það hafi breytt öllu að geta end­ur­lífgað mann­inn á staðnum. „Um leið og þyrl­an var far­in og hávaðinn sem fylg­ir henni þá brut­ust út til­finn­ing­ar sem er erfitt að út­skýra. All­ir voru glaðir yfir því að þetta gekk en líka ringlaðir yfir því sem gerðist. Þarna birt­ist all­ur skal­inn."

Viðtalið við Otta í heild sinni á mbl.is

Otti þriðji frá vinstri.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir