Atvinna - Hafnarvörđur

  • Höfnin
  • 23. október 2020

Grindavíkurhöfn óskar eftir að umsækjendum með ríka þjónustulund í starf hafnarvarðar í fullt starf. Hafnarvörður starfar m.a. við leiðsögn skipa, öryggisftirlit við höfn og sinnir ýmsum þjónustuverkefnum s.s. að raða skipum í höfn, taka við og sleppa landfestum skipa, afgreiðir vatn og rafmagn til viðskiptavina o.fl. Hafnarvörður sinnir einnig störfum á hafnarvog s.s. vigtun á sjávarfangi og vöruvigtun.

Hæfniskröfur

• Umsækjendur þurfa að uppfylla kröfur um löggildingar vigtarmanna skv. lögum 91/2006
• Skipstjórnarstig 2. stig og/eða vélstjórnarréttindi 750kw eru kostur
• Enskukunnátta
• Almenn færni í tölvum og geta til að setja sig í þau forrit sem notuð eru hjá Grindavíkurhöfn
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
• Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli

Launakjör eru samkvæmt kjarasamingum viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 11. júlí nk.

Nánari upplýsingar veiti Sigurður A. Kristmundsson hafnarstjóri í síma 426 8046 og á netfang sigurdura@grindavik.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir