Fundur 19

  • Skipulagsnefnd
  • 28. júní 2016

19. fundur skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu byggingafulltrúa, mánudaginn 20. júní 2016 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Þórir Sigfússon aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir aðalmaður, Ólafur Már Guðmundsson aðalmaður, Jón Emil Halldórsson varamaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1. 1606051 - Breyting á deiliskipulagi: Norðursvæði sunnan Hópsbrautar
Tekin fyrir óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 norðursvæðis sunnan Hópsbrautar. Breytingin felur í sér að bætt er við í texta að á suðurhlið húsa við Miðhóp 10-16 er leyfilegt að reisa sólskála um allt að 3 metra út fyrir byggingarreit á uppdrætti. Breytingin er unnin af Eflu verkfræðistofu dagsett 16.06.2016.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að tillagan verið samþykkt skv. 2 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, einnig að tillagan verið samþykkt skv. 3. mgr. 43. gr. sömu laga enda er um óverulegt frávik er að ræða og að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

2. 1501193 - Deiliskipulag: Víðihlíð og nágrenni
Tekið fyrir bréf frá Skipulagsstofnun þann 9. júní sl. í bréfinu er gerð athugasemd við að ekki sé gert grein fyrir lóðaskipulagi fyrir tillögu að deiliskipulagi.

Sviðstjóra falið að láta vinna lóðarskipulag í tillöguna. Lóðir skulu vera 500-700 m2 fyrir hvert parhús.

3. 1602074 - Breyting á deiliskipulagi norðan Hópsbrautar: Umsókn 2.
Tekin fyrir breyting á deiliskipulagi norðan Hópsbrautar, Tillaga að breytingum er að lóðir við Norðurhóp 1-3-5 og 7-9-11 verða 1-3A-3B-5 og 7-9A-9B og 11 og verða fjórbýli í stað þríbýlis.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að tillagan verið samþykkt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, einnig að tillagan verið samþykkt skv. 3. mgr. 43. gr. sömu laga enda er um óverulegt frávik er að ræða og að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

4. 1606039 - Innkeyrsla að Krílakoti: Ósk um úrbætur.
Erindi frá Petru Rós Ólafsdóttur. Í erindinu er óskað eftir úrbætum við innkeyrslu að Krílakoti. Einnig er óskað eftir úrbótum á gangstétt þar sem viðhaldi er óbótavant.

Skipulagsnefnd tekur undir ábendingarnar og felur sviðsstjóra að setja upp bráðabirgðalausn í innkeyrsluna og varanlega lausn ásamt endurnýjun á yfirborði gangstéttar á Hraunbraut í áætlun um endurnýjun götumyndar fyrir Arnar, Borgar- og Staðarhraun.

5. 1606044 - Umsókn um byggingarleyfi: Dreifistöð við Verbraut 3

Erindi frá HS veitum kt. 431208-0590. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir dreifistöð við Verbraut 3. Erindinu fylgja teikningar unnar af verkfræðistofu Suðurnesja dagsettar 6.6.2016.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt og byggingarleyfi gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn hafa borist.

6. 1606046 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir sjávarlögn frá Svartsengi til sjávar.frh
Erindi frá HS Orku hf. kt. 680475-0169. Í erindinu er óskað eftir framlengingu á framkvæmdaleyfi vegna affallslögn frá Svartsengi til sjávar. Vinna stendur yfir á lögninni og er fyrirhugað er að framkvæmdum verði lokið um áramót 2016/2017.

Skipulagsnefnd samþykkir framlengingu á leyfinu til 1. janúar 2017.

7. 1606064 - Umsókn um byggingarleyfi: Stamphólsvegur 5
Erindi frá Grindinni ehf. kt. 610192-2389. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir 23. íbúða fjölbýlishúsi við Stamphólsveg 5. Erindinu fylgja teikningar unnar af JeEs arkitektum dagsettar 01.05.2016.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt og byggingarleyfi gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn hafa borist.

8. 1606062 - Stamphólsvegur 1: Breyting á deiliskipulagi.
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

9. 1606069 - Breyting á deiliskipulagi: Bakkalág 15
Tekin fyrir óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna Bakkalág 15. Tillaga að breytingu er að byggingarreitur við suðurhlið Bakkalág 15 stækkar. Breytingin er unnin af Eflu verkfræðistofu dagsett 23.06.2016

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að tillagan samþykkt skv. 2 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, einnig að tillagan verið samþykkt skv. 3. mgr. 43. gr. sömu laga enda er um óverulegt frávik er að ræða og að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

10. 1606053 - Umsókn um byggingarleyfi: Bakkalág 15, viðbygging.
Erindi frá Stakkavík ehf. kt. 480388-1519. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við suðurhlið Bakkalág 15. Erindinu fylgja teikningar unnar af Verkfræðistofu Suðurnesja dagsett 03.04.2009.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um staðfesta breytingu á deiliskipulagi. Byggingarleyfi eru gefin út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn hafa borist.

11. 1606068 - Breyting á deiliskipulagi: Hafnargata 28 og Seljabót 3
Erindi frá MAR Guesthouse ehf. kt. 681197-2499. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu með 19 herbergjum við austurhlið Hafnargötu 28. Breytingin er unnin af Eflu verkfræðistofu dagsett 23.06.2016.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að tillagan samþykkt skv. 2 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, einnig að tillagan verið samþykkt skv. 3. mgr. 43. gr. sömu laga enda er um óverulegt frávik er að ræða og að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

12. 1606007 - Umsókn um byggingarleyfi: Hafnargata 28, stækkun
Erindi frá MAR Guesthouse ehf. kt. 681197-2499. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu með 19 herbergjum við austurhlið Hafnargötu 28. Breytingin er unnin af Eflu verkfræðistofu dagsett 26.06.2016.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um staðfesta breytingu á deiliskipulagi, byggingarleyfi eru gefin út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn hafa borist. Skipulagsnefnd ítrekar að ekki sé leyfilegt að hafa bílastæði við Hópsveg.

13. 1606076 - Umsókn um byggingarleyfi: Hafnargata 6
Erindi frá Bergbúum kt. 680406-1620. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir tveimur gistiherbergjum við Hafnargötu 6. Erindinu fylgja teikningar unnar af Stefáni Hallssyni dagsettar 26.6.2016. Málinu frestað. Sviðstjóra falið að afla frekari gagna.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135