Alda er nýr collagen heilsudrykkur frá Codland

  • Fréttir
  • 23. júní 2016

Á markað er kominn nýr heilsdrykkur, Alda, sem fyrirtækið Codland hefur þróað, en Codland er fyrirtæki sem vinnur að því að fullnýta sjávarafurðir og framleiða úr þeim hágæða vörur með sjálfbærni að leiðarljósi. Codland er í eigu grindvísku útgerðarfyrirtækjanna Vísis og Þorbjarnar og að baki því liggur grindvískt hugvit og framsækni.

Fjallað var um drykkinn í Sjónvarpi Víkufrétta:

„Alda er nýr heilsudrykkur sem er væntanlegur í verslanir á næstu dögum. Drykkurinn er þróaður af Codland, sem er fullvinnslufyrirtæki í eigu grindvísku útgerðarfélaganna Vísis og Þorbjarnar.

Nýi heilsudrykkurinn inniheldur collagen en það er ein tegund próteins sem við inntöku getur bætt heilsu og hreyfigetu. Það örvar umbrot frumna í brjóski og liðum og stuðlar að endurnýjunarferli í bandvefjum en efnið styður til dæmis vefi í beinum, húð, vöðvum og sinum líkamans. Notkun collagens ýtir jafnframt undir til dæmis stinna og slétta húð.

„Það kom upp hugmynd hjá okkur í Codland að nýta það collagen sem við erum að framleiða í ferskan og náttúrulegan drykk. Við höfum verið að búa til collagen úr þorskroði og þróa það áfram og nú erum við komin með þessa framleiðslu í hendurnar, sem er þessi frábæri heilsudrykkur, Alda," segir Tómas Eiríksson hjá Codlandi.

Codland hefur unnið að drykknum í samstarfi við brugghúsið Steðja í Borgarfirði. Drykkurinn hefur verið til sölu á veitingastaðnum Hjá Höllu í Grindavík að undanförnu en er væntanlegur í verslanir á næstu dögum. Alda er ferskur límonaðidrykkur og blandaður með collagen. Hann er jafnframt sykurlaus og því góður heilsudrykkur. Tómas vonast því til að drykkurinn verði staðsettur hjá annarri heilsuvöru í verslunum en ekki hjá gosdrykkjum.“

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!