Fundur 1413

  • Bćjarráđ
  • 22. júní 2016

1413. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 21. júní 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Dagbjartur Willardsson varamaður.

Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. 1601010 - Starfshópur um dagvistunarmál
Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs kom á fundinn og kynnti minnisblað starfshóps um stöðu dagvistunarmála og tillögur til úrbóta.

Miðað við þá íbúaþróun sem verið hefur undanfarna mánuði, og þann fjölda barna sem verður 18 mánaða í haust er líklegt að hægt verður að bjóða öllum börnum sem verða orðin 18 mánaða leikskólavist í haust. Að sama skapi stefnir í að hægt verði að bjóða öllum börnum sem verða orðin 18 mánaða haustið 2017 leikskólavist, en líklega verða nokkur börn orðin 24 mánaða á þeim tíma. Í ljósi þess er það mat starfshópsins að ekki sé þörf á að fjölga leikskólarýmum næsta skólaár. Hinsvegar leggur starfshópurinn til að niðurgreiðslur til dagforeldra verði auknar verulega til að freista þess að fjölga dagforeldrum í Grindavík.

Bæjarráð tekur undir tillögur starfshópsins og fellur því að sinni frá ákvörðun frá 8. mars síðastliðnum um að flytja beri færanlega skólastofu á leikskóla opna þar nýja deild. Jafnframt samþykkir bæjarráð að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra verulega, miðað við 8 tíma vistun. Breytingin taki gildi 1. september næstkomandi.

Fyrir hjón úr 42.190 kr. í 55.000 kr. á mánuði.
Fyrir einstæða úr 46.410 kr. í 65.000 kr. á mánuði.

Sviðsstjóra falið að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 á næsta fundi.

2. 1605081 - Beiðni um umsögn: umsókn Rutar Jónsdóttur um rekstrarleyfi vegna gististaðar í flokki I að Suðurvör 5
Bæjarráð gerir ekki athugsemdir við umsóknina.

Sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs falið að endurreikna fasteignagjöld af eigninni til samræmis við breytta nýtingu.

3. 1606054 - Fjárhagsáæltun 2016: Samþykktir viðaukar ársins
Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti fjárhagsáætlun ársins 2016 með samþykktum viðaukum.

4. 1501299 - Kvenfélag Grindavíkur: Ósk um styrk vegna leigu á sal

Kvenfélag Grindavíkur óskar eftir styrk á móti leigu á sal Iðunnar vegna páskabingós.

Samþykkt samhljóða.

5. 1602189 - Markaðsstofa Reykjaness: sókn í markaðsmálum
Á fundi 1403 fól bæjarráð bæjarstjóra að undirrita samstarfssamning um sókn í markaðsmálum á Reykjanesi fyrir hönd Grindavíkurbæjar, og leggja fyrir bæjarstjórn til staðfestingar. Markmið samningsins er að sveitarfélögin á Suðurnesjum, ásamt Samtökum atvinnurekenda og Markaðsstofu Reykjaness taki höndum saman um efla ímynd Reykjaness.

Samningurinn er lagður fram, en öll sveitarfélög á Suðurnesjum hafa undirritað samskonar samninga.

Bæjarráð staðfestir samninginn.

6. 1604033 - Vinabæjarheimsókn: Saltfiskhátíð í Ilhavo í Portugal

Bæjarstjóri gerði grein fyrir heimsókn bæjarstjóra Ilhavo ásamt föruneyti um Sjómannadagshelgina. Jafnframt er lögð fram verkefnistillaga Íslandsstofu um þátttöku Grindavíkurbæjar á Íslandsdegi á árlegri Saltfiskhátíð í Ilhavo 17.- 21. ágúst.

7. 1603032 - Fundargerðir: Heklan 2016
Fundargerð 50. fundar lögð fram til kynningar.

8. 1509126 - Fundargerðir: Þjónustuhópur aldraðra á Suðurnesjum - safnmál
Fundargerðir 102. og 103. fundar lagðar fram til kynningar.

9. 1606058 - Héraðsnefnd Suðurnesja: fundargerð og slit nefndar

Fundargerð 2. fundar slitastjórnar Héraðsnefndar Suðurnesja lögð fram, ásamt skýrslu um slit héraðsnefndarinnar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:55.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135