Hjólakraftur tók WOW Cyclothon međ trompi

  • Grunnskólinn
  • 21. júní 2016

Að morgni þjóðhátíðardagsins 17. júní rúlluðu keppendur Hjólakrafts í mark í WOW Cyclothon eftir að hafa lagt að baki 1358 kílómetra hringferð um landið. 25 keppendur frá Grindavík voru í hópnum í ár, sem taldi alls 85 börn og 45 fullorðna á fleiri en 100 hjólum. Þeim fylgdu þrjár rútur, 20 hjóla trailer frá Jóni og Margeiri, einn húsbíll, ein fylgdarbíll frá Toyota, 9 meiraprófsbílstjórar, 6 fólksbílstjórar, mörg hundruð matarskammtar frá Happ, 15 kassar af ávöxtum, 2,5 tonn af vatni, fleiri þúsund hafraklattar, fullt af dirty burgers and ribs og kjötsúpa í massavís.

Eins og sést á ofangreindu liggur mikil vinna margra einstaklinga að baki viðburðar eins og þessum. Hjólakraftur hefur frá upphafi notið mikils stuðnings í Grindavík, en Grunnskóli Grindavíkur var einn af fyrstu skólunum sem tók þátt í verkefninu og í dag er hann eini skólinn sem býður uppá Hjólakraft sem val á unglingastigi. Í dag er Hjólakraftur orðið stórt verkefni á landsvísu en stuðningurinn úr Grindavík er mikill. Fjölmörg fyrirtæki styrkja verkefnið, bæði með peningum og með ýmsum öðrum framlögum. Jón og Margeir lögðu fram ómetanlegan styrk í keppnina í ár en hjól keppenda voru ferjuð á bíl frá þeim og Gunnar Baldursson stóð vaktina eins og hetja, bæði sem ökumaður bílsins og við að lesta hjólin í og úr honum. 

Grindavíkurbær og Grunnskóli Grindavíkur studdu Hjólakraft í WOW Cyclothoninu í ár með ráðum og dáðum. Með í för voru tveir kennarar úr skólanum, þær Kristín María Birgisdóttir og Þórunn Alda Gylfadóttir og þá var Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi einnig með í för. Þær létu sitt ekki eftir liggja og hjóluðu eins og vindurinn. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri var einnig í hópi hjólara.

Keppendur í WOW Cyclothon hjóla til styrktar góðu málefni, en í ár var það einmitt Hjólakraftur sem hjólað var fyrir. Þegar þetta er skrifað hafa tæpar 12 milljónir safnast, sem muna án vafa koma að góðum notum fyrir þetta frábæra verkefni.

Keppendur í ár frá Grindavík voru, í stafrófsröð:

Ásta Sigríður Gísladóttir
Birgitta Sigurðardóttir
Bjartur Tandri Þórólfsson
Bragi Snær Einarsson
Einar Sveinn Jónsson
Fernando Már Þórólfsson
Guðbjörg Ylfa Óskarsdóttir
Guðjón Magnússon Jarl
Guðmundur Ásgeir Sigurfinnsson
Hildigunnur Árnadóttir
Iðunn Klara Gestsdóttir
Ísar Logi Guðjónsson
Jóhann Dagur Bjarnason
Jóakim Ragnar Óskarsson
Jón Aron Eiðsson
Katla Sif Gylfadóttir
Kjartan Árni Steingrímsson
Kristinn Snær Guðjónsson
Kristín María Birgisdóttir
Ósk Dís Kristjánsdóttir
Róbert Ragnarssonar
Sigurður Ágúst Eiðsson
Stephanie Júlía Þórólfsdóttir
Vilberg Jóhannesson
Þórunn Alda Gylfadóttir

Meðfylgjandi myndir tók Sigfús Ingimundarson. Fleiri myndir má sjá á Facebook-síðu Grindavíkurbæjar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!