Fundur 1412

  • Bćjarráđ
  • 14. júní 2016

1412. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 13. júní 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir heimild til að bæta máli á dagskrá með afbrigðum.

Forsetakosningar 2016: framkvæmd kosninga

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. 1602035 - Búsetumál eldri borgara í Grindavík: uppbygging við Víðihlíð
Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri félagsþjónustu og fræðslusviðs kom á fundinn.

Drög að Reglum um úthlutun íbúða við Austurveg 5 hjá Grindavíkurbæ lagðar fram og ræddar, ásamt nýsamþykktum lögum um almennar íbúðir.

Markmið laganna er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. laganna við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Í því skyni er ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda.

Bæjarráð felur sviðsstjóra að boða til fundar í stýrihópi um uppbyggingu í Víðihlíð og kynna fyrir þeim breyttar forsendur með tilkomu nýrra laga.

2. 1501105 - Iðan: Úttekt á hljóðeinangrun
Tillaga að sáttaboði milli Grindavíkurbæjar og Tryggingamiðstöðvarinnar fyrir hönd Mannvits lagt fram.

Bæjarráð samþykkir sáttaboðið og felur bæjarstjóra að gera ráðstafanir svo framkvæmdir við breytingar á hljóðeinangrun geti farið fram sem fyrst.

3. 1606036 - Ósk um styrk: vegna leyfisgjalda skemmtunar á Sjóaranum síkáta
Körfuknattleiksdeild UMFG óskar eftir styrk að fjárhæð 19.820 kr. vegna leyfisgjalda á skemmtun deildarinnar á Sjóaranum síkáta.

Bæjarráð hafnar erindinu.

4. 1501150 - Reglur um sí- og endurmenntun starfsmanna Grindavíkurbæjar
Ábendingar Guðmundar Grétars Karlssonar fulltrúa í fræðslunefnd vegna Reglna um sí- og endurmenntun starfsmanna Grindavíkurbæjar lagðar fram, ásamt minnisblaði bæjarstjóra.

Bæjarstjóra falið að funda með skólastjóra og Guðmundi um málið.

5. 1604016 - Tjaldstæði: Ósk um samstarf og byggingu smáhýsa
Fjórhjólaferðir ehf. óska eftir samstarfi við Grindavíkurbæ um byggingu smáhýsa á tjaldstæði.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

6. 1508131 - Viðræður við velferðarráðuneytið um yfirtöku Grindavíkurbæjar á rekstri hjúkrunarheimilisins í Víðihlíð og heimahjúkrunar
Minnisblað bæjarstjóra um stöðu og framgang viðræðna við velferðarráðuneytið um yfirtöku Grindavíkurbæjar á rekstri hjúkrunarheimilisins í Víðihlíð og heimahjúkrunar lagt fram.

Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að ræða erindið.

7. 1604058 - Forsetakosningar 2016: framkvæmd kosninga
Með vísan til 33. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá fyrir forsetakosningar þann 25. júní næstkomandi. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135