Fundur 1410

  • Bćjarráđ
  • 25. maí 2016

1410. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 24. maí 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson varaformaður, Kristín María Birgisdóttir formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. 1601010 - Biðlistar í leikskólum og nemendafjöldi í skólum.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir kom á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

Bæjarráð leggur til að í starfshópnum verði fimm aðilar, þ.e. fulltrúi grunnskóla, fulltrúi úr hvorum leikskóla, fulltrúi fræðslunefndar og fulltrúi valinn úr hópi foreldraráða leik- og grunnskóla.

2. 1510113 - Grunnskóli Grindavíkur: tillaga að breyttri stjórnun
Ingibjörg María Guðmundsdóttir sat fundinn undir umfjöllun málsins.

Fræðslunefnd hefur samþykkt tillögu skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur um að nýta þær fjár- og stjórnunarheimildir sem fyrir eru skólaárið 2016-2017 til að ráða deildarstjóra í stað verkefnastjóra.

3. 1605018 - Grunnskóli Grindavíkur: ráðningar starfsmanna 2016-2017
Ingibjörg María Guðmundsdóttir sat fundinn undir umfjöllun málsins.

Fræðslunefnd hefur samþykkt beiðni skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur um að fá að greiða TV einingar til leiðbeinenda með B.Ed próf vegna markaðsaðstæðna og viðurkenna þannig uppeldismenntun sem áður var ígildi kennsluéttinda. Jafnframt ítrekar nefndin fyrri bókanir um að ganga frá Sí- og endurmenntunaráætlun Grindavíkurbæjar.

Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar, og vekur athygli á að Sí- og endurmenntunaráætlun Grindavíkurbæjar er staðfest og í framkvæmd.

4. 1604087 - Rekstraryfirlit janúar - mars 2016: Grindavíkurbær og stofnanir
Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir rekstaryfirlit janúar til mars 2016.

5. 1605067 - Endurskoðun Grindavíkurbæjar og stofnana: Samningur við KPMG útrunninn
Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti að samningar við KPMG um endurskoðun er útrunninn.

6. 1512122 - Björgunarsveitin Þorbjörn: Nýr samstarfssamningur
Minnisblað sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og tillaga að nýjum samstarfssamningi við Björgunarsveitina Þorbjörn lögð fram.

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita og leggja fyrir bæjarstjórn til staðfestingar. Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2016 að fjárhæð 440.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

7. 1601018 - Slysavarnardeildin Þórkatla: Samstarfssamningur
Minnisblað sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og tillaga að nýjum samstarfssamningi við Slysavarnadeildina Þórkötlu lögð fram.

Afgreiðslu frestað.

8. 1601002 - Unglingadeildin Hafbjörg: Nýr samstarfssamningur
Minnisblað sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og tillaga að nýjum samstarfssamningi við Unglingadeildina Hafbjörgu lögð fram.

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita og leggja fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

9. 1511110 - Knattspyrnudeild UMFG: beiðni um framlengingu samnings um verktöku við umsjón mannvirkja

Samningurinn var samþykktur á 462. fundi bæjarstjórnar 26. apríl 2016. Þar misfórst hinsvegar að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016, samtals 3.240.000 kr.

Fulltrúar D og G-lista leggja til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2016 að fjárhæð 3.240.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé. Fulltrúi B-lista situr hjá.

10. 1605063 - Íþróttamiðstöð: Sauna

Minnisblað sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, forstöðumanns íþróttamannvirkja og byggingafulltrúa um kaup á sauna við sundlaugina lagt fram.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2016 að fjárhæð 1.000.000. kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

11. 1604006 - Fundargerðir: Reykjanesfólkvangur 2016
Fundargerð Reykjanesfólkvangs dags. 27. apríl 2016 lögð fram, ásamt tillögu um að starfsstöð Reykjanesfólkvangs verði í Grindavík og að formennska í stjórn fari til Grindavíkurbæjar út kjörtímabilið. Framvegis skiptist fulltrúar Grindavíkurbæjar og Hafnarfjarðarbæjar á að fara með formennsku.

Bæjarráð Grindavíkur er jákvætt fyrir þessum breytingum og óskar eftir afstöðu annarra sveitarfélaga sem aðilar eru að Reykjanesfólkvangi.

12. 1605027 - Beiðni um umsögn: umsókn Guðmundar Guðmundssonar um rekstrarleyfi vegna gististaðar í flokki I að Sólbakka, Grindavík
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að breyta álagningu fasteignagjalda til samræmis við breytta notkun húsnæðisins.

13. 1604059 - Heimagisting: Beiðni um umsögn, Víkurbraut 34

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að breyta álagningu fasteignagjalda til samræmis við breytta notkun húsnæðisins.

14. 1605065 - Hollvinafélag MR: Ósk um styrk

Bæjarráð hafnar erindinu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135