Hreyfivikan - Skemmtilegur hjólreiđaviđburđur í kvöld

  • Fréttir
  • 25. maí 2016

Hreyfivikan heldur áfram af fullum krafti. Hjólakraftur og Hjólreiðanefnd Grindavíkur standa fyrir skemmtilegum viðburði í dag, miðvikudaginn 25. maí kl. 18:30.  Mæting í íþróttamiðstöðina. Hjólakraftur með Þorvald Daníelsson hjólreiðaleiðbeinanda, Sigurð Bergmann hjólreiðagarp og Bjarna Svavarsson formaður Hjólreiðanefndar Grindavíkur hvetja alla þá sem hafa áhuga á hjólreiðum til að koma og taka einn skemmtilegan hring með sér. Þrír möguleikar í boði:  

1) Grunnhringur á fjallahjólum - Hópsnes-Hesthús-námur-Skógrækt-heim um Norðurljósaveg og inn á Ingi-bjargarstíg. Endað hjá kaffihúsinu Bryggjunni. Þessi leið er fyrir fjallahjól.
2) Farið út í virkjun - viðkoma í kirkjugarði - Bjarnahringur. Endað hjá kaffihúsinu Bryggjunni. Þessi leið er fyrir allar tegundir hjóla.
3) Festarfjall - Suðurstrandarvegur að Krýsuvíkurvegi - til baka. Endað hjá kaffihúsinu Bryggjunni. Þessi leið er fyrir allar tegundir hjóla.

Allir velkomnir að slást með í för í skemmtilegum félagsskap.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!