Fundur 18

  • Skipulagsnefnd
  • 24. maí 2016

18. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 23. maí 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Þórir Sigfússon aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Ólafur Már Guðmundsson aðalmaður, Sigmar Björgvin Árnason byggingarfulltrúi og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1. 1604013F - Afgreiðslunefnd byggingamála - 9
Lagt fram.

2. 1605064 - Umsókn um byggingarleyfi: Staðarvör 10
Ármann Halldórsson víkur af fundi og Sigmar B. Árnason kemur inn á fundinn. Erindi frá Guðmundi S. Hjálmarssyni. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir breyttu útliti á þaki við Staðarvör 10. Erindinu fylgja teikningar unnar af Ármanni Halldórssyni kt. 040381-4499 dagsettar 20.5.2016.
Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um samþykki lóðarhafa við Staðarvör 9, 8 og Norðurvör 9. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn berast.

3. 1605062 - Umsókn um byggingarleyfi: Austurvegur 5
Erindi frá Grindavíkurbæ. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir viðbygginu við Austurveg 5. Í viðbyggingunni eru fyrirhugaðar 6 íbúðir. Erindinu fylgja teikningar unnar af tækniþjónustu SÁ.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt með fyrirvara um staðfestingu á deiliskipulagi í b-deild Stjórnartíðinda.

4. 1604084 - Norðurhóp 13: ólöglegar framkvæmdir
Lagt fram.

5. 1604065 - Óvirkur úrgangur: nýr losunarstaður
Tekin fyrir vinnsluáætlun fyrir Melhólsnámu, unnin af Eflu verkfræðistofu dagsett 15.02.2016. Vinnsluáætlunin gerir ráð fyrir því að á svæðinu verði unnið efni úr námunni og urðaður verði óvirkur úrgangur samtímis. Sviðsstjóra falið að uppfæra tímasetningar í áætluninni og að sækja um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits.

6. 1604067 - Umsókn um byggingarleyfi: Fiskeli á i5 frh.
Erindi frá Matorku ehf. kt. 500412-0540. Í erindinu er óskað eftir breytingu á gildandi byggingarleyfi. Um er að ræða nýja staðsetningu innan sömu lóðar fyrir 4 kerjalínum, fóðursílóum og fráveitu. Erindinu fylgja teikningar unnar af Tækniþjónustu SÁ ehf. dagsettar 25.4.2016. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.

7. 1602168 - Umsókn um byggingarleyfi: fjarskiptamastur við Víkurbraut 25.
Ólafur Már Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins. Teknar fyrir uppfærðar teikningar vegna umsóknar Mílu ehf. um byggingarleyfi fyrir uppsetningu á 18m fjarskiptamastri við Víkurbraut 25. Erindinu fylgja teikningar unnar af Úti-inni arkitektum. Skipulagsnefnd samþykkir uppfærðar teikningar til grenndarkynningar og leggur til við bæjarráð að Míla haldi opinn íbúafund um verkefnið.

8. 1605021 - Deiliskipulag íþróttasvæðis: Breyting
Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis í Grindavík skv. 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 213/2010. Forsenda breytingar á deiliskipulaginu snýr að byggingarreit A þar sem gert er ráð fyrir mannvirkjum sem hýsa íþrótta- og sundlaugastarfsemi. Breytingin gerir ráð fyrir auknu byggingarmagni innan byggingarreitsins og að reiturinn verði stækkaður til norðurs.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að sviðsstjóra verði falið breytingin til fullnaðarafgreiðslu skv. skipulagslögum nr. 123/2010 með fyrirvara um samþykki nágranna við Stamhólsveg 2.

9. 1605043 - Norðurljósavegur 1: breyting á deiliskipulagi.
Gerð er tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Svartsengi, uppdrætti og greinargerð. Breyting er í samræmi við Aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2010-2030, þar sem svæðið er skilgreint sem
verslunar- og þjónustusvæði. Breytingin felst í að byggingarreitur við Norðurljósaveg 1 er stækkaður til norðurs og suðurs. Byggingarreitur stækkar úr 4.000 m2 í 8.700 m2. Einnig er götuheiti breytt í Norðurljósaveg 1 úr Grindavíkurbraut 1.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagið verði samþykkt og grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Orkubraut 2 og 3 og Norðurljósaveg 1 skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010

10. 1508018 - Umsókn um byggingarleyfi: Tankur í Þórkötlustaðahverfi.
Erindi frá Arnari Frey Jónssyni. Í erindinu er óskað eftir breytingu á byggingarleyfi við Austurveg 49. Breytingin felur í sér að byggt verði yfir austursvalir. Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

11. 1605068 - Umsókn um byggingarleyfi: Fiskeldi á Stað.
Erindi frá Íslandsbleikju kt.610406-1060. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir 8 eldiskerjum hvert um 2.400 rúmmetrar. Erindinu fylgja teikningar unnar af AVH dagsettar 27.04.2016. Hönnuður er Fanney Hauksdóttir kt. 170561-7249. Skiplagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði samþykkt með fyrirvara um staðfest deiliskipulag. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn liggja fyrir.

12. 1605069 - Umferðaröryggi: ósk um hraðatakmarkandi aðgerðir í Efstahrauni.
Tekinn fyrir undirskriftalisti frá íbúum við Efstahraun, á undirskrifalistann hafa flestir íbúar við Efstahraun ritað nafn sitt og er óskað eftir hraðatakmarkandi aðgerðum við Efstahraun. Lagt er til að sett verði upp hraðahindrun milli Efstahrauns 21 og 23. Skipulagsnefnd tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að vinna viðauka við fjárhagsáætlun um gerð hraðahindrunar við Efstahraun milli Efstahrauns 21 og 23.

13. 1605024 - Umferðaröryggi: ósk um hraðatakmarkandi aðgerðir á Gerðavöllum
Tekinn fyrir undirskriftalisti frá íbúum við Gerðavelli og nágrenni. Undirskrifalistinn er 29 blaðsíður og með honum er óskað eftir hraðatakmarkandi aðgerðum við Gerðavelli. Skipulagsnefnd tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að útbúa minnisblað með tillögum í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135