Ţriggja daga sirkusnámskeiđ 5.-7. júlí

  • Fréttir
  • 24. maí 2016

Sirkus Íslands býður krökkum 8 - 15 ára að koma á 3ja daga sirkusnámskeið 5.-7.júlí kl. 9.30-14.30.
Þar fá börnin tækifæri til þess að læra hinar ýmsu sirkuskúnstir svo sem jafnvægislistir, gripl (juggling), húlla og fleira. Lögð er áhersla á gleði, fagmennsku og öryggi iðkenda með reyndum þjálfurum sem hafa æft og kennt sirkuslistir í áraraðir. Miðað er við að allir nái árangri og hverjum og einum sé mætt á þeirra getustigi.

Verð: 8.000 kr. 

Skráning á johannao@grindavik.is í síðasta lagi 15. júní. (sendið nafn þátttakenda og kennitölu, nafn og kennitölu þess foreldris sem greiðir). 

Lágmarks þátttaka er 10 -15 krakkar. Gert er ráð fyrir 30 mín. nestispásu og því um að gera að taka með sér nesti.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!