Viku kajaknámskeiđ fyrir byrjendur í Grindavík

  • Fréttir
  • 24. maí 2016

Viku kajaknámskeið fyrir byrjendur í Grindavík.Aldur: 12,13 og 14 ára, jafnt fyrir stráka og stelpur. Dags: 6.-12. júní (alls 6 dagar, frá mánudegi til laugardags). Tímar: Kl. 15:15-17:15.

Hvar: Í sundlaug Grindavíkur. Síðasta daginn verðurt farið í róður á litlu stöðuvatni.

Stærð hóps með einum kennara eru 6 nemendur*.
Verð pr. haus: 15.000 kr.

Efni byrjendanámskeiðs:
• Nemendur kynnast kanó og mismunandi gerðum kajaka.
• Öryggi er tryggt og kennt frá byrjun.
• Efnið er sett fram með leik og nemendur prófa sig áfram með leiðsögn. Merkt verður við á lista fyrir hvern og einn hvaða efnisatriði hann hefur prófað og náð tökum á. Efnisatriði sem kennari hefur á sínum lista eru 24, en þar á meðal eru: Að fara í og úr bát, jafnvægi, róður fram og aftur á bak, stöðva, beygja, halla bát og bol, samskipti, fara vel með sjálfan sig, þjálfun, skipulag ferðar og fleira.

ATH!
Kajakskólinn útvegar báta og róðrarbúnað.
Úti er gott að nota blautbúninga sem best er að hver eigi af réttri stærð.

Námskeiðið er sniðið eftir Paddlepower Passport hjá BCU í Bretlandi.
Börnin fá skírteini Kajakskólans að loknu námskeiði.

*Fjöldinn (6) er settur með hliðsjón af öryggi og til að kennari geti sinnt hverjum og einum vel. Hægt er að hafa fleiri t.d. 10 í sundlaug með aðstoð en takmarkast þó af stærð laugar og bátum og búnaði. Úti á vatni eða sjó þarf einn þjálfaðan ræðara fyrir hverja 4-6 óvana.

Kennari og ábyrgðarmaður er Gísli H. Friðgeirsson. 
Gísli er reyndur ræðari á sjókajak, hefur bresk 
réttindi (BCU) fyrir kennslu og leiðsögu á sjókajak og tilskilin námskeið í skyndihjálp og vernd barna.

Skráning á thorsteinng@grindavik.is, í síðasta lagi 28. maí.

Kajakskólinn


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir