Síđasti fundur vetrar hjá Stuđboltunum

  • Grunnskólinn
  • 19. maí 2016

Nemendafulltrúaráð 1.-10. bekkjar, Stuðboltarnir funduðu í gær og var það síðasti fundur vetrarins. Fundað var í Hópsskóla með öllum fulltrúum frá 1.-10. bekk. Guðrún Inga Bragadóttir náms- og starfsráðgjafi stýrir þessu starfi og þakkaði hún nemendum fyrir vel unnin störf í vetur og sagði frá því að Stuðboltafundirnir væru alltaf að verða betri. Lét hún jafnframt koma fram að nemendur væru að sjá að þeir geta haft áhrif á skólabrag með því að koma hugmyndum sínum á framfæri.

 

Stuðboltar fengu að vita að þeirra hlutverk er afar mikilvægt í skólastarfinu. Á fundinn mætti einnig Halldóra K Magnúsdóttir skólastjóri og Ásrún Kristinsdóttir deildarstjóri yngsta stigs. Ýmsar mætar og góðar ábendingar komu fram á þessum sameiginlega fundi sem sjá má í fundargerð á heimasíðunni.
Að lokum fengu nemendur gómsæta súkkulaðiköku og drykk og þar með var sett slaufa fyrir þennan Stuðboltavetur.

Fundargerð Stuðbolta:

http://www.grindavik.is/gogn/skolinn/studboltar/5._fundur_1.-10._b_18._mai_2016.pdf


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir