Sundlaugarpartý og andvökunótt í íţróttahúsinu

  • Grunnskólinn
  • 13. maí 2016

Í síðustu viku hélt félagsmiðstöðin Þruman sinn síðasta stóra skipulagða viðburð á árinu eftir mjög viðburðaríkt ár. Það er að verða hefð hjá Þrumunni að loka árinu með veglegum viðburði. Þetta árið líkt og í fyrra var sundlaugarpartý og andvökunótt í íþróttahúsinu fyrir valinu. 60 krakkar úr 8.-10. bekk mættu og skemmtu sér saman.

Kvöldið byrjaði á sundlaugarpartý kl 20.00, eftir sundið var farið yfir íþróttahúsið þar sem grillað var ofan í krakkana. Íþróttahúsinu var skipt í 3 svæði yfir nóttina. Í litla salnum var rólegt og þar gátu þeir sem vildu hvíla sig eða sofa gert það. Í íþróttasalnum sjálfum var mikið fjör og þar gátu krakkarnir farið í alla þá leiki sem þeim datt í hug. Fyrir framan gömlu klefana var síðan þriðja svæðið en þar voru sjónvörp þar sem krakkarnir gátu annaðhvort spilað tölvuleiki, horft á NBA og bíómyndir eða spilað.

Óhætt er að segja að kvöldið og nóttin hafi gengið frábærlega og krakkarnir skemmtu sér vel. Það voru mjög þreytt en glöð andlit sem gengu útúr íþróttahúsinu 12 tímum eftir að þau mættu. ​


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!