Grillveisla Issa í uppnámi, hver tekur viđ keflinu?

  • Fréttir
  • 11. maí 2016

Undanfarnar Sjómannadagshelgar hefur kokkurinn Jóhann Issi Hallgrímsson boðið Grindvíkingum og öðrum gestum til glæsilegrar grillveislu að heimili sínu. Aðgangur hefur verið ókeypis en söfnunarbaukur á staðnum þar sem frjáls framlög hafa farið í að styrkja góð málefni sem tengjast sjómönnum á einn eða annað máta. En nú er komið babb í bátinn þar sem að Issi er að flytja. Hann biðlar því til okkar Grindvíkinga að einhver taki við keflinu og haldi þessum skemmtilega viðburði lifandi.

Yfirlýsingu Issa vegna málsins má lesa hér að neðan:

Kæru Grindvíkingar, aðrir Grindvíkingar og allir hinir felu-Grindvíkingarnir.

Við hjónakornin sem höfum byggt og búið síðustu 10 ár með heimilisfang að Vesturhópi 6 í höfuðborg Suðurnesja, Grindavík erum að leggja land undir fót. Það er eflaust ekki fréttnæmt er einhver flytur úr okkar bæjafélagi, nema núna ber okkur skilda að tilkynna þetta hér vegna styrktargrillsins sem ég hef komið á laggirnar til heiðurs sjómanna.

Það er okkar einlæga ósk að einhver, hvort sem það sé einstaklingur/fyrirtæki/samtök, að halda áfram með þessa hugmynd mína. Þetta er ekki eins flókið og erfitt eins og það hljómar halda grillveislu fyrir 350 manns í 170 m2, með tjaldi, skemmtiatriðum og síðast en ekki síst, hlýjum hug.

Við erum tilbúinn að vera viðkomandi innan handar með allt, og gera þennan viðburð að því ferðalagi sem hann á skilið og þessi fyrsta bæjarhátíð landsins á hverju sumri verði fastur í sessi.

Aðstæður hjá okkur eru breyttar, og í ljósi þess óskum við þess að boltanum sé haldið á lofti í þessu verkefni. Bara spurning um vilja.

Með kveðju,
Issi og Hjördís. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!