Sumarlestur 2016

  • Bókasafnsfréttir
  • 9. maí 2016

Nú er sumarið að byrja og skólinn að enda, sem þýðir að lestur barna minnkar mikið. 

Eins gott og gaman og það er að vera úti að leika sér, þá benda rannsóknir til þess að börnum sem lesa ekki á sumrin, hraki í lestri og eru þau oft margar vikur að ná upp sama lestrarhraða og áður.

Því viljum við hvetja foreldra til að taka þátt í sumarlestri með börnum sínum, minna þau á að lesa, til dæmis úti á palli í sólinni eða á kvöldin þegar skriðið er upp í rúm. Rigningardagar eru líka frábærir í bóklestur og ekkert sem toppar það að lesa í tjaldi með vasaljós að vopni :)

Sumarlesturinn byrjar 12. júní.

Verðlaunin í sumarlestrinum í ár verða tvískipt.
Í fyrstu verðlaun í yngri flokki (1.-3. bekkur) verður gjafabréf á Salthúsið og í fyrstu verðlaun í eldri flokki (4.-6.) bekkur verður gjafabréf í Bláa Lónið!

Að auki verða gefin verðlaun fyrir 3, 7 og 10 lesnar bækur.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun