Fullt út úr dyrum Flagghússins á Kaldalónstónleikum

  • Fréttir
  • 24. mars 2009

Afar skemmtilegt Kaldalónskvöld var haldið í Flagghúsinu á sunnudagskvöldið, til heiðurs Sigvalda Kaldalóns. Gunnlaugur Jónsson, dóttursonur Sigvalda, flutti æviágrip afa síns, Kór Tónlistarskóla Grindavíkur tók lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Unnur Guðmundsdóttir flutti einleik á píanó og Valdimar Hilmarsson baritónsöngvari söng einnig við glimrandi undirtektir.

Að sögn Erlings Einarssonar í Flagghúsinu var fullt hús á Kaldalónstónleikunum, flutningur listafólksins góður og frábær stemming. Nokkrir þurftu frá að hverfa þar sem fullt var út úr dyrum og er búið að biðja um aðra svona tónleika.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir