Bćjarstjórinn í heita pottinum
Bćjarstjórinn í heita pottinum

Bæjarstjórinn í Grindavík, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, mætti í heita pottinn í Sundlaug Grindavíkur kl. 7.30 í morgun til þess að ræða bæjarmálin og svara fyrirspurnum, en þetta er hluti af menningarviku Grindvíkinga. Fjölmargir lögðu leið sína í heita pottinn til þess að spjalla við bæjarstjórann í morgun og fögnuðu þessu skemmtilega framtaki.

Petrína Baldursdóttir bæjarfulltrúi mætir í heita pottinn á morgun, miðvikudag, Björn Haraldsson á fimmtudaginn og Sigmar Eðvardsson á föstudaginn. Rétt er að ítreka að bæjarfulltrúarnir mæta kl. 7.30, eða hálftíma fyrr en auglýst var áður.

Dagskráin í dag, þriðjudag, í menningarviku Grindavíkur, er stór og mikil:

Kl. 14:30 - Tónleikar.
Friðarliljurnar frá Rauða krossinum í Grindavík verða með tónleika í Víðihlíð. Allir velkomnir.

Kl. 16:30 - Ýkt kominn yfir þig.
Frumsýning á leikriti grunnskólans. (Nemendasýning). Leikritið Ýkt kominn yfir þig fjallar um foringja í stelpu- og strákagengjum sem eru kærustupar. Foringinn í stelpugenginu segir öllum stelpunum í sínu gengi að hætta með kærustunum sínum vegna þess að þær stefna á það að verða frægar. Strákarnir í strákagenginu voru ekki sáttir við þetta og ákveða að hefna sín á stelpunum og í kjölfarið hefst ótrúleg atburðarrás.
Leikstjóri er Víðir Guðmundsson og með helstu hlutverk fara; Telma Sif Reynisdóttir, Kjartan Helgi Steinþórsson, Róshildur Björnsdóttir, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, Sara Hrund Helgadóttir, Einar Ómar Eyjólfsson, Hanna Dís Gestsdóttir og Axel Þór Bergmann.
Þess má geta að bæjarsýningar verða bæði miðvikudags- og fimmtudagskvöld kl. 20.

Kl. 20:00 - Árshátíð grunnskólans.
Hljómsveitin Á móti sól leikur fyrir dansi.

Kl. 20:00 - Prjónakaffi í Flagghúsinu.
„Lærið að prjóna," Erla Eggertsdóttir kynnir bókina.
„Garn á prjónana," Linda í Palómu.

Nýlegar fréttir

fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 9. flokki
mán. 15. jan. 2018    Sigmundur Davíđ milliliđalaust á Bryggjunni á morgun
mán. 15. jan. 2018    Jón Axel stigahćstur í sigri Davidson
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki
fös. 12. jan. 2018    Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 19. janúar
fös. 12. jan. 2018    Dósasöfnun meistaraflokks kvenna frestast aftur vegna veđurs
fös. 12. jan. 2018    Icelandic courses at MSS - Beginners and advanced
fim. 11. jan. 2018    Mest lesnu fréttir ársins 2017
fim. 11. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur í bikarúrslitum um helgina
Grindavík.is fótur