Bćjarstjórinn í heita pottinum
Bćjarstjórinn í heita pottinum

Bæjarstjórinn í Grindavík, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, mætti í heita pottinn í Sundlaug Grindavíkur kl. 7.30 í morgun til þess að ræða bæjarmálin og svara fyrirspurnum, en þetta er hluti af menningarviku Grindvíkinga. Fjölmargir lögðu leið sína í heita pottinn til þess að spjalla við bæjarstjórann í morgun og fögnuðu þessu skemmtilega framtaki.

Petrína Baldursdóttir bæjarfulltrúi mætir í heita pottinn á morgun, miðvikudag, Björn Haraldsson á fimmtudaginn og Sigmar Eðvardsson á föstudaginn. Rétt er að ítreka að bæjarfulltrúarnir mæta kl. 7.30, eða hálftíma fyrr en auglýst var áður.

Dagskráin í dag, þriðjudag, í menningarviku Grindavíkur, er stór og mikil:

Kl. 14:30 - Tónleikar.
Friðarliljurnar frá Rauða krossinum í Grindavík verða með tónleika í Víðihlíð. Allir velkomnir.

Kl. 16:30 - Ýkt kominn yfir þig.
Frumsýning á leikriti grunnskólans. (Nemendasýning). Leikritið Ýkt kominn yfir þig fjallar um foringja í stelpu- og strákagengjum sem eru kærustupar. Foringinn í stelpugenginu segir öllum stelpunum í sínu gengi að hætta með kærustunum sínum vegna þess að þær stefna á það að verða frægar. Strákarnir í strákagenginu voru ekki sáttir við þetta og ákveða að hefna sín á stelpunum og í kjölfarið hefst ótrúleg atburðarrás.
Leikstjóri er Víðir Guðmundsson og með helstu hlutverk fara; Telma Sif Reynisdóttir, Kjartan Helgi Steinþórsson, Róshildur Björnsdóttir, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, Sara Hrund Helgadóttir, Einar Ómar Eyjólfsson, Hanna Dís Gestsdóttir og Axel Þór Bergmann.
Þess má geta að bæjarsýningar verða bæði miðvikudags- og fimmtudagskvöld kl. 20.

Kl. 20:00 - Árshátíð grunnskólans.
Hljómsveitin Á móti sól leikur fyrir dansi.

Kl. 20:00 - Prjónakaffi í Flagghúsinu.
„Lærið að prjóna," Erla Eggertsdóttir kynnir bókina.
„Garn á prjónana," Linda í Palómu.

Nýlegar fréttir

fös. 17. nóv. 2017    Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
fös. 17. nóv. 2017    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
fös. 17. nóv. 2017    Dagur íslenskrar tungu
fös. 17. nóv. 2017    Dagur Kár í viđtali hjá Víkurfréttum
fös. 17. nóv. 2017    Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla
fös. 17. nóv. 2017    Lionsklúbbur Grindavíkur býđur uppá fríar blóđsykursmćlingar í dag
fim. 16. nóv. 2017    Fundur í skólaráđi
fim. 16. nóv. 2017    Björn Lúkas í úrslit
fim. 16. nóv. 2017    Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur
fim. 16. nóv. 2017    Framkvćmdum viđ Víđihlíđ miđar vel
miđ. 15. nóv. 2017    Grindavíkurbćr undirbýr ţátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag
miđ. 15. nóv. 2017    Fjörugur föstudagur - Handverksmarkađur í Kvikunni
miđ. 15. nóv. 2017    Íbúafundur um fjárhagsáćtlun í dag kl. 17:30
miđ. 15. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 15. nóv. 2017    Verndaráćtlun í byggđ - Íbúafundur í dag
ţri. 14. nóv. 2017    Northern Light Inn og Norđurljósin í Sjónvarpi Víkurfrétta
ţri. 14. nóv. 2017    Ungmennaráđ fundađi međ bćjarstjórninni
ţri. 14. nóv. 2017    Söngskóli Emilíu kemur til Grindavíkur
ţri. 14. nóv. 2017    Vel heppnuđ afmćlishátíđ Guđbergs í Kvikunni
ţri. 14. nóv. 2017    Jón Axel leikmađur vikunnar í háskólaboltanum
ţri. 14. nóv. 2017    Matseđill vikunnar í Víđihlíđ
ţri. 14. nóv. 2017    Spurningakeppnirnar komnar af stađ
mán. 13. nóv. 2017    Bjartur Logi kvaddur í Kvenfélagsmessu
mán. 13. nóv. 2017    Villibráđakvöld á Fish House 17. nóvember
mán. 13. nóv. 2017    Ray Anthony og Nihad Hasecid ţjálfa kvennaliđ Grindavíkur
Grindavík.is fótur