Bćjarstjórinn í heita pottinum

 • Fréttir
 • 24. mars 2009
Bćjarstjórinn í heita pottinum

Bæjarstjórinn í Grindavík, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, mætti í heita pottinn í Sundlaug Grindavíkur kl. 7.30 í morgun til þess að ræða bæjarmálin og svara fyrirspurnum, en þetta er hluti af menningarviku Grindvíkinga. Fjölmargir lögðu leið sína í heita pottinn til þess að spjalla við bæjarstjórann í morgun og fögnuðu þessu skemmtilega framtaki.

Petrína Baldursdóttir bæjarfulltrúi mætir í heita pottinn á morgun, miðvikudag, Björn Haraldsson á fimmtudaginn og Sigmar Eðvardsson á föstudaginn. Rétt er að ítreka að bæjarfulltrúarnir mæta kl. 7.30, eða hálftíma fyrr en auglýst var áður.

Dagskráin í dag, þriðjudag, í menningarviku Grindavíkur, er stór og mikil:

Kl. 14:30 - Tónleikar.
Friðarliljurnar frá Rauða krossinum í Grindavík verða með tónleika í Víðihlíð. Allir velkomnir.

Kl. 16:30 - Ýkt kominn yfir þig.
Frumsýning á leikriti grunnskólans. (Nemendasýning). Leikritið Ýkt kominn yfir þig fjallar um foringja í stelpu- og strákagengjum sem eru kærustupar. Foringinn í stelpugenginu segir öllum stelpunum í sínu gengi að hætta með kærustunum sínum vegna þess að þær stefna á það að verða frægar. Strákarnir í strákagenginu voru ekki sáttir við þetta og ákveða að hefna sín á stelpunum og í kjölfarið hefst ótrúleg atburðarrás.
Leikstjóri er Víðir Guðmundsson og með helstu hlutverk fara; Telma Sif Reynisdóttir, Kjartan Helgi Steinþórsson, Róshildur Björnsdóttir, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, Sara Hrund Helgadóttir, Einar Ómar Eyjólfsson, Hanna Dís Gestsdóttir og Axel Þór Bergmann.
Þess má geta að bæjarsýningar verða bæði miðvikudags- og fimmtudagskvöld kl. 20.

Kl. 20:00 - Árshátíð grunnskólans.
Hljómsveitin Á móti sól leikur fyrir dansi.

Kl. 20:00 - Prjónakaffi í Flagghúsinu.
„Lærið að prjóna," Erla Eggertsdóttir kynnir bókina.
„Garn á prjónana," Linda í Palómu.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 25. apríl 2018

3. bekkur í heimsókn á Ásabrautinni

Fréttir / 24. apríl 2018

Vatnsleikfimi vor 2018

Grunnskólafréttir / 23. apríl 2018

Útilestur hjá öđrum bekk

Fréttir / 20. apríl 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Íţróttafréttir / 19. apríl 2018

Ađalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG 26. apríl

Grunnskólafréttir / 17. apríl 2018

Starfsdagur á föstudaginn

Grunnskólafréttir / 17. apríl 2018

Morgunskraf stjórnenda

Fréttir / 17. apríl 2018

Götur Grindavíkur sópađar

Fréttir / 17. apríl 2018

Menninga á Suđurnesjum á Facebook

Fréttir / 17. apríl 2018

Víđavangshlaupinu frestađ til 12. maí

Grunnskólafréttir / 17. apríl 2018

Vilt ţú taka ţátt í nemendaţingi vegna valgreina?

Nýjustu fréttir

Fimm Grindvíkingar í U15 landsliđum Íslands

 • Íţróttafréttir
 • 25. apríl 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 25. apríl 2018

Sumarstörf hjá MAR Guesthouse

 • Fréttir
 • 24. apríl 2018

Útsvariđ á enda hjá Grindavík

 • Fréttir
 • 24. apríl 2018

Blá peysa međ látúnshnöppum...

 • Bókasafnsfréttir
 • 23. apríl 2018

Skráning hafin í Söngskóla Emilíu

 • Fréttir
 • 20. apríl 2018

Vetrarfrí í tónlistarskólanum

 • Tónlistaskólafréttir
 • 19. apríl 2018