Fisktćkniskólinn fékk vćnan Erasmus styrk

  • Fréttir
  • 29. apríl 2016

Eins og við greindum frá í gær fékk Leikskólinn Laut úthlutað Erasmus+ styrk sem er mennta- og æsku­lýðsáætl­un ESB. Rannís úthlutaði rúmlega 400 milljónum í 48 verkefni en Laut var ekki eina grindvíska menntastofnunin sem hlaut styrk að þessu sinni því að Fisktækniskóli Íslands fékk í sinn hlut rúmar 54.000 evrur, eða 7,5 milljónir króna. Styrkurinn er eyrnamerktur verkefni sem tengist grunnþjálfun nemenda á annarri og fjórðu önn við skólann.

Grindavík.net greindi frá:

„Samkvæmt fréttatilkynningu Rannís frá í gær morgun hefur Fisktækniskóli Íslands nú fengið einn af hæstu styrkjum mennta- og æskulýðsáætlunar Evrópusambandsins til framhaldsskóla.

Um er að ræða styrk vegna grunnþjálfunar nemenda á annarri og fjórðu önn við skólann í samstarfi við fræðsluaðila og fyrirtæki í Danmörku annars vegar og hinsvegar þjálfunar nemenda á seinna ári í tengslum við markaðstarf og sölu afurða, en það nám fer fram í Portugal. Þá fékk skólinn einnig styrk vegna þjálfunar sérgreinakennara.

Aðspurður sagði Ólafur styrkinn koma að mjög góðum notum. „Aðstaða til kennslu ýmissa sérgrein hjá samstarfsskóla okkar í Thyborönn á Jótlandi er töluvert betri en það sem við höfum upp á að bjóða á íslandi og því ómetanlegt að geta nýtt sér þeirra þjónustu. Þá er Portúgal mjög mikilvægur markaður fyrir íslenskan saltfisk. Við seljum töluvert af afurðum þar niðurfrá og markmið okkar þar er að nemendur okkar á lokaári kynnist hinum raunverulegu kaupendum þ.e. innflytjendum og ekki síst neytendum. Þeir segja frá hvernig þeir vilja fá afurðina auk þess sem nemendur kynnast matreiðslu Portúgala á saltfiski og sölumálum." Samstarfsaðilar Fisktækniskólans í Portugal eru framhaldsskólar auk tveggja innlendra sölu- og dreifingaraðila á íslenskum fiski.

„Við væntum mikils af þessu samstarfi. Það á eftir að víkka sjóndeildarhring nemenda okkar auk tækifæri til tengsla og þekkingar sem er afar mikilvæg í náminu".“

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!