Fundur 462

  • Bćjarstjórn
  • 28. apríl 2016

462. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 26. apríl 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson forseti, Guðmundur L. Pálsson bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir 1. varaforseti, Páll Jóhann Pálsson bæjarfulltrúi, Marta Sigurðardóttir 2. varaforseti, Jóna Rut Jónsdóttir bæjarfulltrúi, Ásrún Helga Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.


Dagskrá:

1. 1602062 - Ársuppgjör 2015: Grindavíkurbær og stofnanir
Lilja Karlsdóttir, endurskoðandi hjá KPMG kom á fundinn og fór yfir endurskoðunarskýrslu vegna endurskoðunar ársins 2015 og svaraði fyrirspurnum.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir helstu stærðir í ársreikningi og helstu frávik frá áætlun.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri, Guðmundur og Kristín María

Bókun
Rekstrarniðurstaða A-hluta er afgangur að fjárhæð 133,6 milljónir króna. Áætlun gerði ráð fyrir 17,2 milljónum króna í rekstrarafgang. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum A og B hluta, er 216,3 milljónir króna í afgang en áætlun gerði ráð fyrir 57,5 milljónum króna í rekstrarafgang. Munar þar mestu um að rekstrartekjur eru 155,9 milljónum króna yfir áætlun.

Helstu frávik í rekstri samantekinna reikningsskila A og B hluta eru:
- Útsvar og fasteignaskattur eru 142,5 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
- Framlög Jöfnunarsjóðs eru 55,4 milljónum króna hærri en áætlun.
- Aðrar tekjur eru 42,0 milljónum króna lægri en áætlun.
- Laun- og launatengd gjöld eru 88,4 milljónum króna hærri en áætlun.
- Annar rekstrarkostnaður er 67,4 milljónum króna lægri en áætlun gerði ráð fyrir.
- Afskriftir eru 6,3 milljónum króna lægri en áætlun.
- Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld eru 17,6 milljónum króna hagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir.

Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 8.410 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 1.536,4 milljónir króna. Lífeyrisskuldbinding er 534 milljónir króna og þar af er áætluð næsta árs greiðsla 24,5 milljónir króna. Langtímaskuldir eru 729,5 milljónir króna og þar af eru næsta árs afborganir 19,6 milljónir króna. Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 6.873,6 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 81,7%.

Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2. tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nemur 57,4% af reglulegum tekjum. Ef undanskilin er skuld að fjárhæð 514,0 milljónir króna sem til er komin vegna kaupa á Orkubraut 3 af HS Orku hf. og er greidd með auðlindagjaldi og lóðarleigu frá HS Orku hf. , þá er skuldahlutfallið 38,2%.

Skuldaviðmið skv. 14. gr. reglugerðar nr. 502 frá 2012 er negatíft í A-hluta þar sem hreint veltufé er hærra en heildarskuldir að teknu tilliti til frádráttar vegna lífeyrisskuldbindingar. Í samanteknum reikningsskilum A- og B-hluta er skuldaviðmiðið 5,2%

Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 501 milljón króna í veltufé frá rekstri sem er 18,7% af heildartekjum en áætlun gerði ráð fyrir veltufé frá rekstri að fjárhæð 301,7 milljónum króna.

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam á árinu 2015, 404,3 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 433,1 milljón króna.

Á árinu voru engin ný lán tekin en afborganir langtímalána voru 29,3 milljónir króna.

Handbært fé lækkaði um 1,6 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir lækkun að fjárhæð 258,4 milljónum króna. Handbært fé í árslok 2015 var 1.295,8 milljónir króna.


Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi Grindavíkurbæjar og stofnana hans fyrir árið 2015 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2. 1604061 - Ungmennaráð: Áherslur 2016
Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs kom á fundinn ásamt Elsu Katrínu Eiríksdóttur, Nökkva Má Nökkvasyni, Karínu Ólu Eiríksdóttur, Margréti Fríðu Hjálmarsdóttur og Kolbrúnu Dögg Ólafsdóttur fulltrúum Ungmennaráðs Grindavíkur.

Ungmennaráð kynnti áherslur sínar og framgang verkefna sem ákveðið var að veita fjármagni til á 40 ára afmælisfundi bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Ásrún, Kristín María, Jóna Rut og bæjarstjóri

Samþykkt samhljóða að vísa áskorunum Ungmennaráðs til umfjöllunar í bæjarráði.

3. 1511060 - Breyting á aðalskipulagi: fiskeldi á Stað
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar

Skipulagstillagan tekin fyrir eftir auglýsingu. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni. Engar athugasemdir bárust frá almenningi. Einnig er tekin fyrir greinargerð með endanlegri áætlun skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi ásamt umhverfisskýrslu og að skipulagsfulltrúa verið falið það til fullnaðarafgreiðslu skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

4. 1501182 - Deiliskipulag: fiskeldi á Stað
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Páll Jóhann

Skipulagstillagan tekin fyrir eftir auglýsingu. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Minjastofnun Íslands, Hafrannsóknarstofnun, Matvælastofnun og Vegagerðinni. Engar athugasemdir bárust frá almenningi. Einnig er tekin fyrir greinargerð með endanlegri áætlun skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagið ásamt umhverfisskýrslu og að skipulagsfulltrúa verið falið það til fullnaðarafgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

5. 1501193 - Deiliskipulag: Víðihlíð og nágrenni
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Páll Jóhann

Tillaga að deiliskipulagi Víðihlíðar og nágrennis tekin fyrir eftir auglýsingu. Þrjár athugasemdir bárust frá almenningi, umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og Heilbrigðiseftirliti. Umsagnaraðilar gerðu ekki athugasemdir við deiliskipulagið. Í athugasemdum frá almenningi er mótmælt byggingarreit suður af Víðihlíð og tillaga að annars konar fyrirkomulagi fylgir einni þeirra. Skipulagsnefnd samþykkti á síðasta fundi innkomnar athugasemdir að hluta og er umræddur byggingareitur tekin út af tillögunni og byggingareit austanmegin við Víðihlíð breytt lítillega.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og sviðsstjóra verði falið málið til fullnaðarafgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig verði sviðstjóra falið að svara þeim sem gerðu athugasemdir á þann hátt að tekið hafi verið tillit til athugasemda er varða byggingarreit suður af Víðihlíð.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

6. 1604007 - Staðarsund 2-16: Fyrirspurn um stækkun
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, bæjarstjóri og Páll Jóhann

Erindi frá eigendum Staðarsunds 2, 4, 6, 8, 10 og 12. Í erindinu er óskað eftir stækkun á byggingarreit um 9 m. til suðurs og 3,1 m. til austurs. Erindinu fylgja teikningar unnar af tækniþjónustu SÁ dagsett 29.3.2016.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi á kostnað framkvæmdaraðila og það grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum í Staðarsundi.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

7. 1604018 - Verbraut 3: umsókn um byggingarleyfi, breytt útlit og notkun.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann og Jóna Rut

Hópsnes ehf. Kt. 470265-0199 óskar eftir byggingarleyfi fyrir útlitsbreytingu og breyttri notkun á geymslu í þvottahús. Erindinu fylgja teikningar unnar af Riss teiknistofu dagsettar 7.4.2016 og Eflu verkfræðistofu dagsett 21.3.2016.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og bendir á að gera gera þarf grein fyrir bílastæðum vegna aukins fjölda starfsmanna. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn hafa borist ásamt jákvæðum umsögnum HES og Vinnueftirlits.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

8. 1602168 - Umsókn um byggingarleyfi: fjarskiptamastur við Víkurbraut 25.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Guðmundur, Ásrún og Kristín María

Míla ehf. óskar eftir byggingarleyfi fyrir uppsetningu á 18m fjarskiptamastri við Víkurbraut 25. Erindinu fylgja teikningar unnar af Úti-inni arkitektum dagsettar 16.9.2008. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði grenndarkynnt eigendum Ásabrautar 1 og 3, Víkurbraut 21, 21a, 25, 26, 28 og 30.
Formaður skipulagsnefndar leggur til að tillagan verði líka kynnt fyrir Ásabraut 5 og Víkurbraut 24.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar ásamt tillögu formanns skipulagsnefndar.

9. 1603077 - Bæjarskrifstofur Víkurbraut 62: Stækkun og breytingar frh
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri og Guðmundur

Bæjarráð fól bæjarstjóra að ganga til samninga við tilboðsgjafa og leggja samning fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

Fyrir fundinum liggur tillaga að samningi, en undirritun hefur ekki farið fram þar sem gögn vantar frá verktaka.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela bæjarráði að staðfesta samninginn eftir undirritun.

10. 1511110 - Knattspyrnudeild UMFG: beiðni um framlengingu samnings um verktöku við umsjón mannvirkja
Til máls tóku: Hjálmar, Marta, Páll Jóhann, Kristín María, bæjarstjóri og Ásrún

Undirritaður samningur lagður fram til staðfestingar.

Bókun
Sú augljósa hagræðing sem vinnst með því að allar deildir noti nýja skrifstofu og félagsaðstöðu í Gjánni nýtist ekki ef Grindavíkurbær ætlar áfram að greiða rekstrarkostnað á núverandi félagsaðstöðu knattspyrnudeildarinnar. Það er eðlilegt að félagasamtök er Grindavíkurbær styður við reyni að samnýta aðstöðu og búnað eins og kostur er líkt og stofnanir Grindavíkurbæjar. Þar sem gildistími samnings er tiltölulega stuttur þá eru miklar líkur á að í lok samningstímans verði óbreytt staða í húsnæðismálum knattspyrnudeildarinnar og mun liggja beinast við að framlengja þessum samning líkt og gert hefur verið allt kjörtímabilið nema fyrir liggi áætlun um hvað taki við. Þar sem engin áætlun er um framhaldið munu fulltrúar Framsóknar hafna þessum samningi.
Fulltrúar B-lista

Bæjarstjórn staðfestir samninginn með 4 atkvæðum. Páll Jóhann, Ásrún og Marta eru á móti.

11. 1604062 - Beiðni um umsögn: Samgönguáætlun 2015-2018, tillaga til þingsályktunar
Til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri og Páll Jóhann

Lögð fram umsögn sem unnin er af bæjarstjóra og hafnarstjóra

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða umsögnina og felur bæjarstjóra að senda hana.

12. 1603011F - Frístunda- og menningarnefnd - 52
Til máls tóku: Hjálmar, Marta, Ásrún og Jóna Rut

Fundargerðin lögð fram.

13. 1506146 - Fundargerðir: Reykjanes Geopark
Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, bæjarstjóri, Páll Jóhann, Kristín María, Marta og Guðmundur

Fundargerð nr. 25 lögð fram.

14. 1604006 - Fundargerðir: Reykjanesfólkvangur 2016
Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Guðmundur og bæjarstjóri

Fundargerð frá 16. mars lögð fram.

15. 1603016 - Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2016
Til máls tók: Hjálmar

Fundargerð nr. 837 lögð fram.

16. 1602002 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2016
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Páll Jóhann, bæjarstjóri og Jóna Rut

Fundargerðir nr. 701 og 702 lögð fram.

17. 1604001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1406
Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, bæjarstjóri, Páll Jóhann, Marta og Ásrún

Fundargerðin lögð fram.

18. 1604007F - Bæjarráð Grindavíkur - 1407
Til máls tóku: Hjálmar, Ásrún, Jóna Rut, Kristín María og bæjarstjóri

Fundargerðin lögð fram.

19. 1604005F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 13
Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin lögð fram.

20. 1604003F - Skipulagsnefnd - 17
Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin lögð fram.

21. 1604002F - Fræðslunefnd - 51
Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, bæjarstjóri, Guðmundur og Ásrún

Fundargerðin lögð fram.

22. 1602035 - Búsetumál eldri borgara í Grindavík: uppbygging við Víðihlíð
Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Guðmundur, Páll Jóhann, bæjarstjóri, Marta, Ásrún og Jóna Rut.

Fundargerðir nr. 1, 2 og 3 lagðar fram.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:15.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135