Sigurđur áfram formađur - Nýjar siđareglur

  • Fréttir
  • 27. apríl 2016

Stjórn UMFG var endurkjörin á aðalfundi félagsins í gærkvöldi sem haldinn var í Gjánni. Sigurður Enoksson verður áfram formaður og með í honum stjórn þeir Rúnar Sigurjónsson, Kjartan Adolfsson, Bjarni Már Svavarsson og Guðmundur Bragason. Rekstur aðalstjórnar gekk vel og var samkvæmt áætlun, einnig gengur rekstur einstakra deilda vel. Starf UMFG á síðasta ári gekk vel en bylting varð í aðstöðu félagsins þegar það fékk aðgang að glæsilegri félagsaðstöðu í Gjánni. 

Fulltrúar frá UMFÍ sátu aðalfundinn og lýstu yfir hrifningu sinni á íþróttamannvirkjum í Grindavík og starfsemi UMFG. 

Þá voru samþykktar siðareglur UMFG. Markmið félagsins með siðareglum er að veita félagsmönnum sínum, iðkendum, starfsmönnum, stjórnarmönnum, foreldrum og stuðningsmönnum almennar leiðbeiningar í leik og starfi. Þær eru hluti af þeim anda sem á að vera ríkjandi í félaginu og þurfa að njóta almenns stuðnings meðal félagsmanna. Siðareglurnar skulu vera hvetjandi og leiðbeinandi í senn og skal kynna öllum félagsmönnum.

 Siðareglur UMFG

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir