Dóra Dís stóđ sig međ prýđi

  • Fréttir
  • 25. apríl 2016

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Grindavík síðasta laugardag en þetta var í fyrsta sinn sem mótshluti Íslandsmóts Íþróttasambands fatlaðra fer fram hér í bæ. Um 20 keppendur mættu til leiks og kepptu á sex borðum. Keppendur sýndu frábær tilþrif en Grindavík átti einn fulltrúa á mótinu, Dóru Dís Hjartardóttur, sem stóð sig með mikilli prýði og keppnti undir merkjum Íþróttafélagsins Nes á Suðurnesjum.  

Jóhann Rúnar Kristjánsson sem einnig keppti fyrir Nes varð þrefaldur Íslandsmeistari.

Mótið fór vel fram og voru keppendur og aðstandendur Íþróttasambands fatlaðra mjög ánægðir með aðstöðuna og aðgengi í íþróttamiðstöðinni. 

Frá úrslitaleiknum í blönduðum flokki á mótinu.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir