Fjölmennt víđavangshlaup í blíđskapar veđri

  • Fréttir
  • 22. apríl 2016

Löng hefð er fyrir því á sumardeginum fyrsta að vera með víðavangshlaup í Grindavík. Mætingin í ár var frábær enda blíðaskaparveður og aðstæður allar hinar bestu. Hlaupið var í nokkrum aldursflokkum en leikskólakrakkar létu ekki sitt eftir liggja og þá var keppt í flokki fullorðinna. Bláa Lónið gaf öllum þátttakendum verðlaunapening og sigurvegarar í öllum flokkum, drengja og stúlkna, fengu vegleg verðlaun, þau yngstu árskort í fjölskyldu- og húsdýragarðinn og þau eldri og fullorðnir vetrarkort í Bláa Lónið.

Aðalatriðið var að vera með en gaman var að sjá hvað allir lögðu sig fram, ekki síst á lokasprettinum.

Hér má sjá þrjá efstu í öllum flokkum (stelpur og strákar) og fyrir neðan eru myndir af sigurvegurunum. Fleiri myndir frá hlaupinu eru á Facebook síðu Grindavíkurbæjar, myndirnar má sjá hér.

Foreldrafélag Grunnskóla Grindavíkur, Grindavíkurbær og foreldrafélögin á Laut og Króki skipulögðu hlaupið í samstarfi við íþróttakennara.

1.-2. bekkur                                                    
1. Hafliði Bryan Sigurðsson 4:20 
2. Eysteinn Rúnarsson 4:21 
3. Helgi Hafsteinn Jóhannson 4:42 

1. Aníta Rut Helgadóttir 4:45. 
2. Rakel Rós Unnarsdóttir 5:00 
3. Helga Jara Bjarnadóttir 5:01 

3.-4. bekkur
1. Arnór Trinstan Helgason 4,00
2. Tómas Breki Bjarnason 4,03 
3. Gísli Grétar Sigurðsson 4,20 

1. Elísabet Birgisdóttir 4:22
2. Júlía Björk Jóhannesdóttir 4:25 
3. Eva María Valdimarsdóttir 4:35 

5.-7. bekkur 
1. Hörður Kárason 9:20 
2. Ingólfur Hávarðsson 9:25 
3. Tómas Orri Agnarsson 9:50 

1. Viktoría Rós Horne 9:14 
2. Sigríður Emma F Jónsdóttir 9:17 
3. Unnur Stefánsdóttir 10:14 

8.-10. bekkur
1. Ásgeir Þór Elmarsson 14:19  
2. Jóhann Dagur Bjarnason 14:23
3. Fannar þór Úlfarsson Aspar 15:10

1. Hrund Skúladóttir 15:29

16 ára og eldri:
1. Jón Axel Guðmundsson 13:40 
2. Emil Gluhalic 13:48
3. Nökkvi Már Nökkvason 14:44

1. Guðlaug Björt Júlíusdóttir 17:01
2. Kristjana Jónsdóttir 18:31
3. Matthildur Þorvaldsdóttir 19:53

Verðlaunahafar í 1.-2. bekk stúlkna. Helga Jara, Aníta Rut og Rakel Rós.

Verðlaunahafar í 1.-2. bekk drengja: Helgi, Hafliði og Eysteinn.

Verðlaunahafar í 3.-4. bekk stúlkna: Júlíana, Elísabet og Eva María.

Verðlaunahafar í 3.-4. bekk drengja: Tómas, Arnór og Gísli.

Verðlaunahafar í 5.-7. bekk stúlkna: Viktoría, Sigríður og Unnur

Verðlaunahafar í 5.-7. bekk: Tómas, Hörður og Ingólfur.

Hrund, sigurvegari í 8.-10. bekk stúlkna.

Verðlaunahafar í 8.-10. bekk drengja: Jóhann, Fannar og Ásgeir.

Verðlaunahafar í flokki 16 ára og eldri, konur: Matthildur, Guðlaug og Kristjana.

Verðlaunahafar í flokki 16 ára og eldri, karlar: Emil, Jón Axel og Nökkvi Már.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir