Sumarstörf fyrir háskólanema

  • Fréttir
  • 19. apríl 2016

Grindavíkurbær auglýsir þrjú sumarstörf fyrir háskólanema í samstarfi við Vinnumálastofnun. Um er að ræða starf í Kvikunni, skipulags- og umhverfissviði og leikskólanum Laut/leikjanámskeiði.  Skilyrðin eru:
  • Nemendur sem eru milli anna á háskólastigi. (Einstaklingar sem eru að útskrifast úr framhaldsskóla og hyggja á háskólanám, uppfylla ekki þessi skilyrði) 
  • Nemendur sem eru að útskrifast úr háskóla á þessu ári.
  • Einstaklingar sem hafa útskrifast á þessu ári, eru án atvinnu og hafa ekki sótt um atvinnuleysisbætur. 

Háskólanemi - Aðstoð í Kvikunni, auðlinda- og menningarhúsi Grindavíkurbæjar

Starfslýsing: Aðstoð við umsjón í Kvikunni á þremur sýningum (Jarðorka, Saltfiskur, Guðbergssofa), veita ferðafólki upplýsingar og önnur fallandi verkefni.

Menntunar - og hæfniskröfur:
Hafa lokið a.m.k. einu ári í háskóla í ferðamálafræði, bókasafns- og upplýsingafræði, fjölmiðlafræði, íslensku, jarðfræði, jarðeðlisfræði, viðskiptafræði, sjávarúvegsfræði, náttúru- og auðlindafræði, orku- og umhverfistæknifræði, verkfræði eða sambærilegu námi.

Umsóknarfrestur er til 2. maí n.k.

Umsóknir fara fram í gegnum heimasíðu Vinnumálastofnunar (smellið hér).
Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, í síma 420 1100 eða á netfanginu thorsteinng@grindavik.is 

Háskólanemi - Aðstoð á leikskóla og leikjanámskeiði
Starfslýsing: Aðstoð á leikskólanum Laut og leikjanámskeiði Grindavíkurbæjar og önnur tilfallandi verkefni

Menntunar - og hæfniskröfur:
Hafa lokið a.m.k. einu námsári í leikskólakennarafræði, grunnskólakennarafræði, þroskaþjálfafræði eða tómstunda- og félagsfræði eða sambærilegri menntun.

Umsóknarfrestur er til 2. maí n.k.
Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, í síma 420 1100 eða á netfanginu thorsteinng@grindavik.is 


Háskólanemi - Aðstoð á skipulags- og umhverfissviði

Starfslýsing: Almenn afgreiðslu- og skrifstofustörf ásamt aðstoð við lögfræðileg viðfangsefni.

Menntunar - og hæfniskröfur:
Hafa lokið a.m.k. einu námsári í háskóla í lögfræði

Umsóknarfrestur er til 2. maí 2016.
Nánari upplýsingar veitir Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, í síma 420 1100 eða á netfanginu armann@grindavik.is


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum