Vel heppnađ skólaţing um heimanám

  • Grunnskólinn
  • 13. apríl 2016

Skólaþing um heimanám sem haldið var í dag tókst sérlega vel. Þingið var haldið af stjórnendum skólans ásamt skólaráði og mun afrakstur af umræðum og þeirri vinnu er fram fór verða leiðarljós í stefnumótun heimanáms við skólann. Halldóra K Magnúsdóttir skólastjóri byrjaði þingið, bauð alla velkomna og kynnti til leiks stjórnanda þingsins, Önnu Kristínu Sigurðardóttur dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Þinggestir voru á mjög breiðum aldri, samsettir af nemendum frá 2.-10. bekk, foreldrum og starfsfólki skólans.

Í heildina um 70-80 manns. Margar áhugaverðar tillögur komu fram jafnt frá yngri og eldri þátttakendum. Heimanám var rætt frá öllum hliðum, kostir þess og gallar ígrundaðir. Anna Kristín kallaði eftir skýrum tillögum þinggesta til að nýta í áframhaldandi vinnu, stýrði þinginu af kostgæfni, fór yfir allt það er rætt var í hópunum og gaf einnig kost á frekari spurningum og umræðum í lokin.

Á miðju þingi var tekið matarhlé þar sem borin var fram dýrindis súpa og brauð frá veitingastaðnum Hjá Höllu og mæltist einnig vel fyrir hjá ungu kynslóðinni að fá íspinna í eftirrétt!
Nemendur á öllum aldursstigum voru virkir og áhugasamir og skólanum til mikils sóma.

Halldóra K Magnúsdóttir skólastjóri setur þingið

Anna Kristín Sigurðardóttir dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands stýrði þinginu.

Þáttakendur voru á ýmsum aldri.

Glaðir og áhugasamir þinggestir skoða tillögur frá hópunum.

Súpan mæltist vel fyrir hjá þinggestum.

Á meðal gesta var ungur maður, aðeins 7 mánaða gamall!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir