Miđgarđur og Sambýli unnu stuttmyndakeppnina á árshátíđ Grindavíkurbćjar

  • Fréttir
  • 11. apríl 2016

Árshátíð Grindavíkurbæjar var haldin með pompi og pragt í Lava-sal Bláa Lónsins á laugardagskvöldið. Að þessu sinni var það leikskólinn Laut sem sá um árshátíðina og var ævintýralegt þema í ár; EINU SINNI VAR... Eins og leikskólans var von og vísa tókst árshátíðin frábærlega vel. Logi Bergmann Eiðsson var veislustjóri og Ari Eldjárn fór á kostum. Þá var haldin stuttmyndasamkeppni á milli stofnana bæjarins þar sem hver stofnun fékk ævintýraþema að vinna með og er óhætt að segja að myndböndin hafi verið ákaflega frumleg og skemmtileg.

Það voru Miðgarður/Sambýli sem báru sigur úr bítum í stuttmyndakeppninni og fengu HAFURINN að launum. Í öðru sæti var Hópsskóli og í þriðja sæti var Grindavíkurhöfn. 

Það var svo Rokkabillíbandið og Matti Matt sem léku fyrir dansi fyrir starfsfólk Grindavíkubæjar og maka.

Efri mynd. Rannveig fulltrúi Hópsskóla, Hlín og Snædís Ósk fulltrúar Miðgarðs/Sambýlis með sigurlauninn HAFURINN og Sigurður fulltrúi Grindavíkurhafnar.

Opnunaratriði árshátíðarnefndarinnar hjá leikskólanum Laut verður lengi í minnum haft.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir