Skemmtileg kvöldstund međ GRAL

  • Fréttir
  • 23.03.2009
Skemmtileg kvöldstund međ GRAL

Grindvíska atvinnuleikhúsið (GRAL) bauð upp á sprenghlægilega sýningu í Kvennó á laugardagskvöldið. Bergur Ingólfsson og Víðir Guðmundsson, atvinnuleikarar úr Grindavík, stóðu fyrir skemmtuninni ásamt góðu fólki en þetta var nokkur konar menningarbræðingur, eða bland í poka eins og Bergur komst að orði. Komu þeir víða við í upplestri, leik og söng en þeir eiga það sameiginlegt að vera báðir frábærir söngvarar og fínustu gítarleikarar.

Bergur og Víðir fluttu frumsamin lög og ljóð og þá var Bergur iðinn við að slá á létta strengi, ekki síst á kostnað þeirra sem komu of seint á sýninguna. Ágæt mæting var á skemmtun GRALverja og þeir sem mættu skemmtu sér vel.
Þess má geta að Bergur hefur oft leikstýrt árshátíðarleikriti grunnskólans í Grindavík í gegnum tíðina en nú er það Víðir sem leikstýrir því en það verður einmitt frumsýnt á morgun. Er það mikið lán fyrir bæjarfélag eins og Grindavík að hafa aðgang að slíkum listamönnum, ekki síst fyrir unga fólkið sem er að leika.
Fleiri myndir frá menningarvikunni á:
http://www.flickr.com/photos/19842885@N00/3373422835/in/set-72157615642317529/

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 19. júlí 2018

Atvinna - Félagsmiđstöđin Ţruman

Íţróttafréttir / 12. júlí 2018

Rilany Da Silva til Atletico Madrid

Fréttir / 6. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Íţróttafréttir / 5. júlí 2018

Grindavíkurkonur á taplausri braut

Fréttir / 4. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 3. júlí 2018

Víkurhóp - nýjar lóđir

Íţróttafréttir / 3. júlí 2018

Vinningaskrá Nafnalukka meistaraflokks kvenna

Fréttir / 2. júlí 2018

Atvinna - Bćjarstjóri Grindavíkurbćjar