Breytingar á leikjanámskeiđinu í sumar

  • Fréttir
  • 8. apríl 2016

Leikjanámskeið verður starfrækt að vanda í sumar. Frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt tillögu sviðsstjóra um sem gerir ráð fyrir talsverðum breytingum á skipulagi námskeiðsins til þess að vera innan fjárheimildar í ljósi eftirspurnar. Meðal annars verður eingöngu boðið upp á pláss hálfan daginn og námskeiðið verður eingöngu fyrir 1.-3. bekk. Þá verður ekki námskeið í ágúst.

Í sumar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn sem eru að ljúka námi í 1.-3. bekk í vor (árgangar 2007, 2008 og 2009) þar sem viðfangsefnin eru skemmtileg og uppbyggjandi. Mikið er lagt upp úr útiveru. 

Hámarksfjöldi barna á hverju námskeiði er 30-35 fyrir hádegi og 30-35 eftir hádegi, samtals 60-70 á dag. Þegar námskeiðin eru full verður hægt að skrá barn á biðlista. Ef biðlistar verða langir verður skoðað hvort hægt sé að bregðast við því. 

Tveir valkostir verða í boði (bara hægt að velja annan, ekki hægt að skrá barn allan daginn):

  • Fyrir hádegi frá kl. 09:00-12:00. Hægt er að kaupa gæslu frá kl. 08:00-09:00.
  • Eftir hádegi frá kl. 13:00-16:00

Námskeið 1: 6. júní - 16. júní (9 dagar vegna 17. júní). Verð: 6.300 kr.
Námskeið 2: 20. júní - 1. júlí (10 dagar): Verð: 7.000 kr. 
Námskeið 3: 4. júlí - 15. júlí (10 dagar): Verð: 7.000 kr.
Námskeið 4: 18. júlí - 28. júlí (9 dagar, lokað föstudaginn 29. júlí). Verð: 6.300 kr.

Skráning hefst síðar í mánuðinum og fer hún í gegnum heimasíðu bæjarins. Nánar síðar um skráninguna.

Vonast er til að boðið verði upp á önnur námskeið í sumar fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára og er það í undirbúningi og verður auglýst nánar í maí. Meðal annars verður Sirkus Ísland með námskeið 5.-7. júlí. Þá verður knattspyrnudeild með fótboltaskóla, körfuboltinn með körfuboltaæfingar, Golfklúbburinn með golfæfingar o.fl.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir