Blár dagur - alţjóđlegur dagur einhverfunnar

  • Grunnskólinn
  • 31. mars 2016

Klæðumst bláu á BLÁA DAGINN föstudaginn 1. apríl
Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er á næsta leiti og föstudaginn 1.apríl næstkomandi hvetjum við alla til að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan. Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL - Styrktarfélag barna með einhverfu, sem stendur fyrir deginum.

Markmið bláa dagsins er að vekja athygli á einhverfu og fá landsmenn alla til að sýna einhverfum stuðning sinn. Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra og virða framlag þeirra til samfélagsins.
Síðustu ár hafa flestir skólar landsins og fjölmörg fyrirtæki og stofnanir tekið þátt í bláa deginum með því að hafa bláa litinn í fyrirrúmi. Margir hafa brugðið á það ráð að setja myndir á instagram og facebook og merkja þær með myllumerkinu #blarapril sem hefur gætt daginn skemmtilegum blæ og hjálpað til við að breiða út þennan jákvæða boðskap.
Blái dagurinn er liður í hinu árlega vitundar- og styrktarátaki BLÁR APRÍL. Allt styrktarfé sem safnast rennur óskert til málefnisins en í ár er safnað fyrir gerð á uppbyggilegu og jákvæðu fræðsluefni um einhverfu sérstaklega ætlað börnum. Hægt er að styrkja málefnið um 1000 kr. með því að hringja í símanúmerið 902-1010 en einnig er tekið við frjálsum framlögum inn á reikning styrktarfélagsins ef einhverjir kjósa frekar að fara þá leið (kennitala: 440413-2340 og reikningsnúmer: 111-15-382809).
Við hlökkum til að sjá ykkur öll í bláu föstudaginn 1. apríl. Stöndum saman og fögnum fjölbreytileikanum. Því lífið er blátt á mismunandi hátt! #blarapril
Endilega fylgist með á facebook síðu styrktarfélagsins: http://facebook.com/einhverfa

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Nokkrar áhugaverðar staðreyndir um einhverfu:

• Einhverfa er fötlun (en ekki sjúkdómur) og því meðfædd.
• Einhverfa er röskun í taugaþroska og einkennin koma venjulega í ljós fyrir þriggja ára aldur
• Einkennin birtast helst í skertri getu til að tjá sig, félagslegu samspili og áráttukenndri hegðun
• 1 af hverju 68 barni fæðist með röskun á einhverfurófi (1,5%) skv. nýjum erlendum rannsóknum
• Einhverfa er 4-5 sinnum algengari meðal drengja en stúlkna
• Það skiptir sköpum að börn með einhverfu fái greiningu og viðeigandi aðstoð sem allra fyrst
• Engin tengsl eru milli bólusetninga og einhverfu (hefur verið afsannað af vísindasamfélaginu)
• Birtingarmyndir einhverfu eru margar og birtist aldrei alveg eins hjá hverjum og einum
• Einhverfir hafa margt fram að færa og hafa sína styrkleika - eins og allir aðrir


Fögnum fjölbreytileikanum og styðjum við bakið á einhverfum börnum. Klæðumst bláu á föstudaginn! #blarapril

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir