Gaman í leiklist

  • Grunnskólinn
  • 31. mars 2016

Í vetur hafa verið fastir leiklistartímar hjá 6. bekk í smiðjum, 2 kennslustundir í senn 2 x í viku í 7 vikur hjá hverum hóp. Í hverjum hóp eru 10-11 nemendur.

 

Í síðustu tímum hvers námskeiðis hafa krakkarnir leikið stutt leikrit og fengið að velja sér búninga í búningageymslunni. Þetta er voðalega gaman og misjafnt eftir hópum hvernig útkoman verður. Hópur 4 setti upp leikritin Geiturnar þrjár og Þyrnirós í morgun. Krakkarnir voru mjög frjó í búningavali eins og meðfylgjandi myndir sýna.  Kóngurinn og drottningin í Þyrnirós vor t.d. mjög óhefðbundin, Drottningin með lampaskerm á höfðinu fyrir kórónu og kvikmyndatökuvél sem Þyrnirós þegar hún var ungabarn. Kóngurinn var í veiðibuxum með veggsíma með sér til að senda sms. Menn bara bjarga sér með það sem til er.  

Geiturnar þrjár og tröllið.  

Hver trítlar yfir brúna mína. 

Litla kiða kið að bíta gras hinum megin við ána.  

Geitapabbi er sko ekkert hræddur við Tröllið

og endað á því að stanga það lengst út í á. 

Góða dísin og vonda dísin í Þyrnirósu. 

Þyrnirós og prinsinn í góðum gír

Kóngur og drottning ansi óhefðbundin.  

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir