Aldrei fleiri málverkasýningar í Menningarviku

  • Menningarfréttir
  • 23. mars 2016

Menningarvika okkar Grindvíkinga er nú um garð gengin og er ekki ofsögum sagt að hún hafi tekist afar vel upp þetta árið. Að þessu sinni var áherslan lögð á handverk í víðasta skilningi þess orðs en aldrei hafa fleiri málverkasýningar verið opnaðar í Menningarviku og þetta árið. Hér er brot af því besta, en auðvitað voru þetta allt fyrsta flokks sýningar og frábært að sjá hvað við Grindvíkingar eigum marga skapandi listamenn.

Þær Þóra Loftsdóttir, Sólveig Óladóttir, Anna María Reynisdóttir, Berta Grétarsdóttir og Lóa Sigurðardóttir stilltu sér upp fyrir ljósmyndarann en þær sýndu myndirnar sínar í Verkalýðshúsinu.

Hinumegin við götuna, í sal Framsóknarflokksins, var Rúnar Þór Þórðarson með málverkasýningu en hann sýndi aðallega myndir af bátum og frá landslagi í Grindavík, hann málar bæði á striga og krossviðsplötur. Þetta var fyrsta einkasýning hans en áður hefur hann tekið þátt í samsýningum.

Það voru ekki einungis málverkasýningar í boði. Félagar í handverksfélaginu Greip sýndu verk sín í nýjum sal í aðstöðu þeirra í gömlu slökkviliðsstöðinni við Skólabraut.

Alþingismaðurinn Ásmundur Friðriksson sýndi og málaði myndir á annari hæð Bryggjunnar.

Gunnella var með sýningu á Northern Light inn, en hún verður opin út marsmánuð.

Á bókasafninu voru tvær sýningar. Fannar Þór Bergsson leirlistamaður átti aðra þeirra.

Popplistamaðurinn Hjalti Parelíus var með hina sýninguna.

Halldór Ingi Emilsson var með málverkasýningu á efri hæð Kvikunnar.

Á gamla bókasafninu var sýning á málverk í eigu Grindavíkurbæjar.

Þar var einnig sýning á ljósmyndum eftir Kristinn Benediktsson


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun