Öflugt starf í tónlistarskólanum
Öflugt starf í tónlistarskólanum

Tónlistarskólinn í Grindavík sinnir faglegu, fjölbreyttu og metnaðarfullu tónlistaruppeldi eftir metnaðarfullri skólanámskrá. Tónlistarskólinn er í góðu samstarfi við foreldra og er virkur þátttakandi í nærsamfélaginu t.a.m. með samstarfi við grunnog leikskóla, öldrunarheimilið Víðihlíð, Grindavíkurbæ og Grindavíkurkirkju.

Fjölbreytt námsframboð við allra hæfi

Boðið er upp á fjölbreyttar námsleiðir, hljóðfæri og kennsluhætti og svigrúm er veitt til tilrauna og nýjunga. Notkun upplýsingatækni er virkur þáttur í námi og starfi tónlistarskólans. 
Tónlistarskólinn býður upp á bæði klassískt og rytmískt tónlistarnám samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla. Einnig er boðið upp á tveggja ára diplómanám í hljómaleik.
Í vetur bíður tónlistarskólinn upp á einkakennslu á fiðlu, klassískan gítar, píanó, rafbassa, rafgítar, söng, trommur, trompet, horn og þverflautu. Einnig er boðið upp á hóptíma í fræðigreinum fyrir alla nemendur skólans ásamt opnum tímum í tónlist og tölvum í tölvuveri skólans. 
Tveggja ára nám í hljóðfæraleik er nám með áherslu á undirleik og söng ætlað eldri nemendum og fullorðnum. Kennt er á flest algengustu hljóðfæri auk söngs samkvæmt námskrá Tónlistarskólans í Grindavík.
Mikið hefur verið lagt upp úr samspili nemenda bæði á sama hljóðfæri og á milli hljóðfæra. Á vorönn var stofnuð rokk- & popphljómsveit tónlistarskólans sem samanstendur af nemendum á slagverki, gítar, píanó, söng og fleiri hljóðfærum eftir því sem við á hverju sinni.
Lúðrasveit er samspil nemenda á blásturshljóðfæri. Bæði er kennt á blásturshljóðfæri í einkakennslu en einnig er hægt að skrá sig ein-ungis í lúðrasveitarnám en þá er um hóptíma að ræða einu sinni í viku 30 mín í senn og lúðrasveit einu sinni í viku.
Tónlistarskólinn er í samstarfi við Grunnskólann eins og verið hefur og er öllum 6, 7 og 8 ára börnum boðið upp á forskólakennslu en fer sú kennsla nú fram í húsnæði Hópskóla. 
Tónlist og tölvur er kennt sem valgrein í 8. - 10. bekkjum grunnskólans. Í þeim tímum fá nemendur að spreyta sig við lagasmíði og upptökur.
Hljóðfæraval 4. og 5. bekkja er eins árs hljóðfærakynning sem skiptist í þrjár annir. Nemendum eru kennd undirstöðuatriði á þrjú hljóðfæri yfir veturinn að vali nemenda. Hljóðfæri sem eru í boði eru: píanó, fiðla, gítar, trompet, þverflauta slagverk og söngur. Hljóðfærakennslunni er skipt niður á þrjár annir þannig að eftir veturinn hafa nemendurnir fengið að prófa 3 mismunandi hljóðfæri. 
Kór er fyrir nemendur í 4. til 10. bekk og er starfræktur í samstarfi við Grindavíkurkirkju, Grunnskóla Grindavíkur og Grindavíkurbæ. 
Innritun nemenda fer að mestu fram rafrænt í gegn um heimasíðu skólans www.grindavik.is/tonlistarskoli og á stikunni til vinstri er hnappur fyrir umsóknir.

Vetrarstarf tónlistarskólans

Þann 15. september síðastliðinn spiluðu nemendur tónlistarskólans fyrir menntamálaráðherra og gesti við undirritun þjóðar-sáttmálans um læsi.
Vikuna 21. - 25. september síðastliðinn var foreldravika í tónlistarskólanum. Tilgangurinn var að skapa tengsl milli forráðamanna, nemenda og kennara þeirra.
Fastir liðir skólans eru á sínum stað eins og mánaðarlegir tónfundir, þar sem nemendur skólans spila fjölbreytta og skemmtilega tónlist. 
Þrennir jólatónleikar voru haldnir í desember þar sem nemendur skólans spiluðu jólalög. 
Nú síðast var Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur laugardaginn 13. febrúar 2016 með opnu húsi og kaffihúsatónleikum. Heitt var á könnunni og gestir og gangandi komu og fengu sér kaffibolla eða djús og hlýddu á nemendur tónlistarskólans sem komu fram á heila og hálfa tímanum. Á milli tónleika skoðuðu gestirnir skólann og kynntu sér starfsemi hans. Húsfyllir var á öllum fjórum tónleikunum og stóðu nemendur og kennarar sig með prýði og voru sér og skóla sínum til mikils sóma.
Dagur tónlistarskólanna var tekinn með trompi og ætlunin er að hafa kaffihúsatónleika með dægurlagaþema á Menningarvikunni nú í mars.

Samstarf við aðrar stofnanir

Leikskólarnir: Leikskólarnir heimsóttu tónlistarskólann eins og undanfarin ár. Hvor leikskóli kemur í fjórar heimsóknir. Í þeim heimsóknum fá börnin að prófa öll hljóðfæri skólans og hlýða á nemendur tónlistarskólans spila fyrir þau á ýmis hljóðfæri. Þetta eru einstaklega ánægjulegar heimsóknir. Nemendur tónlistarskólans heimsækja Laut og halda tónfundi þar tvisvar á ári. 
Grunnskólinn: Samvinna við grunnskólann er af ýmsum toga og má þar nefna forskólann sem kenndur er í Hópskóla, hljóðfærakennslu 4. og 5. bekkja og tónlist og tölvur sem er val á unglingastigi. Tónlistarskólinn býður einnig upp á tónlistaratriði á árshátíðum grunnskól-ans og á stóru upplestrarkeppninni sem haldin er að þessu sinni í Garði. Í vetur er einnig samvinna milli skólanna við uppsetningu á söngleikriti á unglingastigi.
Grindavíkurbær: Tónlistarskólinn kemur að mörgum uppákomum Grindavíkurbæjar og má þar nefna friðargönguna, tendrun jólatrés, setningu Menningarviku og tónleika í Menningarviku. Einnig t.a.m. þegar þjóðar-sáttmáli um læsi var undirritaður og aðrar tilfallandi uppákomur. 
Grindavíkurkirkja: Nemendur tónlistar-skólans koma fram í æskulýðsmessu og Tónlistarskólinn, Grindavíkurkirkja og Grinda- víkurbær og Grunnskólinn standa saman að barnakór Grindavíkur og fara æfingar fram í tónlistarskólanum.

Fagleg störf og samvinna við aðra tónlistarskóla

Stjórnendur Tónlistarskólans í Grindavík eru í faglegu samstarfi við hina tónlistarskólastjórana á Suðurnesjum, þ.e. Reykjanes-bæ, Sandgerði og Garði. Skólastjórarnir hittast mánaðarlega og ræða fagleg störf og faglega samvinnu skólanna. Skólarnir eru t.a.m. með tvo sameiginlega námskeiðsdaga, annan að hausti og hinn á öskudag. Einnig mæta skólastjórarnir á haustþing og fræðsludag STS sem eru samtök tónlistarskólastjóra og ráða ráðum sínum og fræðast. Þá hefur verið samvinna milli nokkurra skóla t.a.m. vegna kennsluaðferðar þeirrar sem Tónlistarskólinn í Grindavík hefur þróað.
Kennarar tónlistarskólans eru almennt vel menntaðir og duglegir að sækja sér endurmenntun bæði á eigin vegum við hljóðfæri sitt einnig varðandi kennslu og kennsluhætti svo og námskeið samkvæmt endurmenntunaráætlun skólans.

Tónlistarskólinn hefur lagt sig fram um að vera sýnilegur í vetur

Stofnuð var facebook síða þar sem allar fréttir, tilkynningar og myndir frá uppákomum eru settar inn. Við hvetjum fólk til að líka við síðuna okkar og fylgjast með. Síðan heitir „Tónlistarskólinn í Grindavík". 
Einnig hóf tónlistarskólinn útgáfu fyrsta rafræna fréttablaðs skólans þar sem farið er yfir það helsta sem er um að vera í skólanum. Blaðið er gefið út mánaðarlega. Fréttabréfið má lesa hér: http://www.grindavik.is/tonofrettir

Nýlegar fréttir

lau. 29. apr. 2017    Tökum saman höndum, siggasagga, siggasagga!
fös. 28. apr. 2017    Fjölbreytt náttúrufrćđikennsla - smakkađ á engisprettum
fös. 28. apr. 2017    Mörtugöngu frestađ
fös. 28. apr. 2017    Grindavík pakkađi KR saman - hreinn úrslitaleikur á sunnudaginn
miđ. 26. apr. 2017    Allir ađ mćta í gulu á morgun! Áfram Grindavík!
miđ. 26. apr. 2017    Sprengingar framundan í Grindavíkurhöfn
miđ. 26. apr. 2017    Grindvíkingar sigursćlir á páskamóti JR
miđ. 26. apr. 2017    Pennarnir á lofti í Gula húsinu
miđ. 26. apr. 2017    Vilt ţú stunda rekstur í Kvikunni?
miđ. 26. apr. 2017    Matseđill vikuna 1. - 5. mái í Víđihlíđ
ţri. 25. apr. 2017    Bćjarstjórnarfundur í beinni útsendingu núna
ţri. 25. apr. 2017    1. maí hátíđ í Grindavíkurkirkju - Leiksýning, pylsupartý og hoppukastali
ţri. 25. apr. 2017    Tölum saman - Samtal um ferđamál á Reykjanesi í Kvikunni
mán. 24. apr. 2017    KR lagđir ađ velli í Vesturbćnum!
mán. 24. apr. 2017    Útkall GULUR í kvöld!
mán. 24. apr. 2017    Mikiđ um dýrđir á vorfagnađi eldri borgara
mán. 24. apr. 2017    473. fundur Bćjarstjórnar Grindavíkurbćjar - dagskrá
mán. 24. apr. 2017    Bćjarmálafundir falla niđur í kvöld
mán. 24. apr. 2017    Óli Baldur međ fimm mörk í bikarsigri GG
mán. 24. apr. 2017    Sumarstörf á heilsuleikskólanum Króki
mán. 24. apr. 2017    Hitađ upp fyrir Pepsi-deildina í Gjánni annađ kvöld
fös. 21. apr. 2017    Rán um hábjartan dag í Grindavík
fös. 21. apr. 2017    Leikur 2 í kvöld - hvar verđur ţú?
fös. 21. apr. 2017    Jón Steinar međ forsíđumyndina á 200 mílum
fös. 21. apr. 2017    Bandarískur skólahópur heimsótti Kvikuna
Grindavík.is fótur