Rokkiđ lifir

  • Fréttir
  • 21. mars 2016

Rokkunnendur fór alsælir heim úr Grindavíkurkirkju s.l. laugardagskvöld eftir að hafa fengið framsækið rokk beint í æð með glæsilegri spilamennsku öflugs tónlistarshóps frá Grindavík og nágrenni. Tónleikarnir voru hreint út sagt dásamleg skemmtun enda lá mikil vinna að baki undirbúningi þeirra og frammistaðan eftir því.

Hugmyndin kviknaði hjá Sveini Ara Guðjónsyni, Sólnýju Pálsdóttur og syni þeirra Guðjóni eftir að þau fóru í tónlistarsiglingu í karabíska hafinu á síðasta ári þar sem stór hópur tónlistarfólks víðsvegar að úr heiminum kom saman í þessum tilgangi. Undirbúningur fyrir þá tónleika fór fram í gegnum veraldarvefinn og þegar á svið var komið voru flestir að sjást í fyrsta skipti. Fékk fjölskyldan þá hugmynd eftir ferðina byggja á svipaðri hugmyndafræði og safna saman tónlistarfóki til að halda uppi heiðri þessarar tónlistarstefnu. Þau fengu m.a. til sín alla helstu stórsöngvara Grindavíkur sem og tónlistarfólk á breiðum aldri sem tengjast fjölskyldunni á einn eða annan hátt. Hinn 21 árs gamli Guðjón Sveinsson var tónlistarstjóri og sá um að koma þessu heim og saman en faðir hans, Sveinn, sá um kynningar. Tónlistin kom úr ýmsum rokkáttum, bæði ný og gömul klassísk rokklög, bæði þekkt og óþekkt. 

Grindavíkurkirkja fylltist af áhugasömum rokkunnendum. Var unun að fylgjast með flytjendum stíga á stokk og ekki fór á milli mála að spilagleðin var í fyrirrúmi sem smitaði sér til áhorfenda sem kunnu svo sannarlega vel að meta tónlistina og flutninginn sem boðið var upp á. Tónlistin var oft á tíðum krefjandi og óvenjuleg en kraftmikil og hrífandi. Takk kærlega fyrir okkur, kæra tónlistarfólk. Þetta var  tónlistarupplifun sem gleymist seint.

Efsta mynd:

Hópurinn saman á sviði. Efri röð frá vinstri: Bjarni Halldór Kristjánsson gítarleikari og söngvari, Viktor Gunnarsson hljóðmaður, Ellert Jóhannsson söngvari, Gísli Þór Ingólfsson hljómborðsleikari, Einar Merlin Cortez trommuleikari, Guðjón Sveinsson gítarleikari og hljómsveitarstjóri, Helgi Jónsson söngvari og Kristján Kristmannsson hljómborðsleikari. 
Neðri röð frá vinstri: Tómas Guðmundsson söngvari, Sveinn Arason bassaleikari, Sólný Pálsdóttir söngvari, Bergur Þór  Ingólfsson söngvari og Páll Jóhannesson söngvari. 

Bergur Þór söng fyrsta lagið úr predikunarstólnum.

Tómas, Páll og Sólný.

Tómas.

Feðgarnir Sveinn og Guðjón.

Sólný.

 

Ellert í forgrunni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál