Kajakfjör og vatnszumba vakti lukku

  • Fréttir
  • 21. mars 2016

Óhætt er að segja að kajakar sem voru í boði í sundlauginni fyrir alla á laugardaginn hafi vakið mikla lukku, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni.  Félagar úr Kajakklúbbnum í Reykjavík komu með kajaka og sýndu hvernig á að beita árum og bát og gáfu fólki kost á að prófa straumbát, sjókæjak og kanó í sundlauginni. Þá var boðið upp á Aqua Zumba öðru nafni Zumba sundlaugarpartý sem einnig vakti lukku. Kennari var Elísa Berglind, þaulreyndur aqua zumba kennari og Jeanette Sicat var henni til aðstoðar. 

Kanóinn var vinsæll. Allt fór þetta fram undir öruggri leiðsögn tveggja þaulreyndra kajakræðara.

Zumba sundlaugarpartý er vinælt víða og þó nokkrir mættu til að taka þátt í sundlauginni í Grindavík á laugardaginn. Kennari var Elísa Berglind, þaulreyndur aqua zumba kennari og Jeanette Sicat var henni til aðstoðar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir