Myndasyrpa frá Menningarviku: Bangsafjör, námskeiđ, danskur dagur og Bjartmar

  • Fréttir
  • 21. mars 2016

Það voru ekki bara fullorðnir sem gátu valið um ýmis námskeið því ungmenni gátu valið um fjölbreytt námskeið í Þrumunni, þá bauð bókasafnið upp á teiknimyndanámskeið og fullt var út úr dyrum á heilsugæslunni þegar krakkar komu með bangsana sína til hjúkrunarfræðinema. Á kaffihúsinu Bryggjunni sló Bjartmar Guðlaugsson botninn í Menningavikuna.

Bangsaspítalinn sló í gegn og var biðröð eftir að komast með bangsann sinn í skoðun hjá nemendum í hjúkrunarfræði.

Bókasafnið bauð upp á námskeið og innsýn í myndasögugerð. Jean Posocco var með innsýn í myndasögugerð fyrir 10 ára og eldri. Þátttaka var mjög góð en Jean hefur kennt mynda-sögugerð á eigin vegum og í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hann er einn af hvatamönnum myndasöguútgáfu á Íslandi í dag og er maðurinn á bakvið Frosk Útgáfu sem nýlega tók upp þráðinn á útgáfu Viggó Viðutan sem og sögunum um Ástrík og Steinrík. Jean er franskur en hefur búið á landinu í nær 30 ár.

Frá myndasögunámskeiðinu.

Bjartmar Guðlaugsson var í essinu sínu á kaffihúsinu Bryggjunni í gærkvöldi, spilaði stanslaust í tæpa tvo tíma og sagði skemmtilegar sögur á milli laganna. Bjartmar rak smiðshöggið á skemmtilega Menningarviku.

Norræna félagið í Grindavík stóð fyrir dönskum degi í Kvikunni. Leik- og söngkonan Charlotte Böving heillaði gesti með söng og gamanmáli en Pálmi Sigurhjartarson lék undir.

Rósa Signý Baldursdóttir kennari sagði frá dvöl sinni á dönskum lýðháskólum á danska deginum í Kvikunni. Hún sagði einnig frá ótrúlega spennandi tækifærum í alls konar lengri og styttri námskeiðum við danska lýðháskóla, fyrir allar kynslóðir. Nánari upplýsingar um danska lýðháskóla má finna hér: http://www.hojskolerne.dk/

Valdís Inga Kristinsdóttir kennari sagði frá dvöl fjölskyldunnar í Danmörku á sínum tíma og dró fram sérkenni Dana. Þá sagði hún frá skemmtilegum sögum af dvöl fjölskyldunnar í Danaveldi. Fríða Egilsdóttir formaður Norræna félagsins í Grindavík var kynnir. 

Félagsmiðstöðin Þruman bauð upp á skemmtileg námskeið í Menningarvikunni. Þessi mynd er frá námskeiði í fatahönnun fyrir nemendur frá 8. bekk og til 18 ára aldurs. Kennarar voru Grindvíkingarnir Sigríður Birna Matthíasdóttir sem lærði fatahönnun hjá Studio Bercot í Paríss og Ólöf Helga Pálsdóttir sem lærði fatahönnun hjá FIDM í Los Angeles. Námskeið var vel sótt og tókst vel.

Frá fatahönnunarnámskeiðinu.

Fatahönnun í undirbúningi.

Á meðal fleiri námskeiða sem Þruman bauð upp á var námskeið í elekstrónískri tónlistargerð en leiðbeinandi var Björn Valur Pálsson sem lærði fagið í The Los Angeles Recording School. Þá var Sólveig Guðmundsdóttir leikkona með sjálfstyrkinganámskeið fyrir ungmenni. Einnig var ljósmyndanámskeið en leiðbeinendur voru Eygló Gísladóttir ljósmyndari og Móna Lea Óttarsdóttir listakona.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!