Charlotte Böving, Rósa Signý og Valdís Inga á dönskum degi í Kvikunni

  • Fréttir
  • 20. mars 2016

Norræna félagið í Grindavík, sem var endurvakið í fyrra, tekur þátt í Menningarvikunni annað árið í röð með því að skipuleggja danskan dag í Kvikunni Í DAG, sunnudaginn 20. mars kl. 16:00. Dagskráin er í tilefni Norræna dagsins á Íslandi. Að þessu sinni verður kynning á danskri menningu og tónlist. Danska leik- og söngkonan og skemmtikraft-urinn Charlotte Böving ásamt undirleikaranum Pálma Sigurhjartarsyni skemmta gestum með söng og gríni sem þau fluttu fyrir Jóakim prins og Maríu prinsessu í Norræna húsinu í fyrra og sló í gegn. 

Rósa Signý Baldursdóttir kennari segir frá möguleikum í dönskum lýðháskólum en hún hefur sótt námskeið í skóla á Skals og í Ry á Jótlandi.  Þá mun Valdís Inga Kristinsdóttir vera með kynningu á Danmörku og hvað nágrannar okkar hafa upp á að bjóða. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!