Menningarvika: Íbúaţing, listasmiđja, vídeóverk, sundlaugarnótt og rokktónleikar

  • Menningarvika
  • 19. mars 2016

Það verður ýmislegt um að vera í dag laugardaginn 19. mars í Menningarviku. M.a. íbúaþing um þjónustu eldri borgara, Listasmiðja fyrir börn, listahópur sýnir vídeóverk og svo er sundlaugarnótt í sundlauginni. Deginum lýkur svo með stórtónleikum í kirkjunni.

Laugardagur 19. mars

Kl. 10:00-12:00 Gjáin. Íbúaþing - Þjónusta við eldri borgara. Fundurinn er öllum opinn. Á fundinum verður fjallað almennt um þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu, hvað vel er gert og hvað betur má fara. Byggt verður á kynningum, fyrirlestrum og umræðum.

Kl. 11:00-17:00 Kvikan opin. Þrjár sýningar; Guðbergsstofa, Jarðorka og Saltfisksýningin.
Efri hæð: Halldór Ingi Emilsson sem búsettur er í Grindavík með málverkasýningu. Halldór stundaði myndlistanám við Myndlistadeild Fjölbrautarskólans í Breiðholti og lauk stútents-prófi þaðan. Stundaði síðan nám í listfræði við Háskóla Íslands árið 2005-6. Halldór hefur teiknað og málað frá barnsaldri. Verkin eru gjarnan innblásin af íslenskri náttúru.

Northern Light Inn. Málverkasýning Gunnellu. Guðrún Elín Ólafsdóttir sýnir verk sín en hún sækir efni mynda sinna í íslenska náttúru og sögu, þar sem íslenska bóndakonan skipar aðalhlutverkið.
Kl. 13:00-17:00 Handverksfélagið Greip með sýningu á útskurði og málverkum í aðstöðu sinni að Skólabraut 8-10 (gömlu slökkvistöðinni) í nýjum sal. Allir velkomnir.

Kl. 13:00-18:00 Opið hús í vinnustofu Helgu Kristjánsdóttur listmálara og Bæjarlistamanns Grindavíkur 2016 að Vörðusundi 1.

Kl. 13:00-15:00 Listasmiðja fyrir börn í Hópsskóla undir yfirskriftinni HEITT og KALT. Verkefnið hentar vel börnum frá fimm ára og eldri. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á netfangið: halldorag@grindavik.is í síðasta lagi 16.mars. Við ætlum að vera skapandi og búa til listaverk með myndlist, tónlist og ljósum. Umsjónarmenn: Kristín E. Pálsdóttir, Halldóra G. Sigtryggsdóttir, Rebekka Rós Reynisdóttir, Ásrún Kristinsdóttir, og fleiri.

Kl. 15:00-17:00 Salthúsið. Lista-hópurinn Deeply Lost Art Tales frumsýnir sitt fyrsta video verk sem fjallar um systur sem vakna upp úr veruleikafirrtri veröld sinni og hvernig tvær manneskjur geta dregið ýmsa eiginlega fram í hvor annarri. Verkefnið er partur af stærri bolta þar sem viðfangsefnið er einmitt það sama, gefðu mér og ég gef þér.

Kl. 15:00-21:00 Sundlaugarnótt í Grindavík. Ókeypis aðgangur.
- Kl. 15:00-16:00 Opið í lauginni. Kennsla í skriðsundi fyrir þá sem vilja á vegum sunddeildar UMFG.
- Kl. 16:00-17:00 Félagar úr Kajakklúbbnum koma með kajaka og sýna hvernig árum og bát gefur fólki kost á að prófa kajaka í sundlauginni. Straumbát, sjókæjak og kanó.
- Kl. 17:30-18:15 Hressileg dansspor og líkamsrækt í vatni fyrir alla aldurshópa. Aqua Zumba öðru nafni Zumba sundlaugarpartý gefur hressilegri líkamsþjálfum nýja merkingu. Gusugangur, teygjur, snúningar, hróp, flaut, hlátur og köll fylgja oft Aqua Zumba tímum. Kennari: Elísa Berglind, þaulreyndur aqua zumba kennari.
- Kl. 18:30-20:00 Sundlaugardiskó fyrir unga fólkið.
- Kl. 20:00 - 21:00 Róleg stemning. Tónlist og notaleg lýsing í sundlauginni fyrir sundlaugargesti.

18:00 Bílabíó. Minja- og sögufélagið með ljósmyndasýningu á gafli fisverkunarfyrirtækisins Þróttar á horni Ægisgötu og Verbrautar, beint á móti sýningarglugga Þorbjarnar hf. Mynda-sýningin mun rúlla á gaflinum frá kl. 18 og fram í birtingu. Blanda og eldri og nýrri myndum.

Kl. 20:00 Grindavíkurkirkja. Tónleikar. Hópur öflugs tónlistarfólk, alls 13 flytjendur sem flestir búa í, hafa búið í eða tengjast Grindavík á einhvern hátt. Þetta fólk kemur úr ólíkum áttum en á það sameiginlegt að njóta þess að flytja frábæra tónlist. Hópurinn ætlar að flytja framsækið rokk (e. Progressive Rock), sem átti sitt blómaskeið á áttunda áratugnum. Flutt verða lög eftir hljómsveitir á borð við Pink Floyd, Marill-ion, Yes og Queen, í bland við nýrra efni. Á meðal þeirra sem koma fram eru Tónlistin er oft á tíðum krefjandi og óvenjuleg, en lögin voru valin með því markmiði að hver sem er sem hefur áhuga á tónlist geti haft gaman að. Flutt verða lög sem flestir þekkja í bland við nokkrar „faldar perlur". Lögin eru fjölbreytt og hópur flytjenda eftir því. Hljómsveitarstjóri er Guðjón Sveinsson. Þeir sem koma fram eru: Bergur Ingólfsson, Bjarni Halldór Kristjánsson, Ellert Jóhannsson, Helgi Jónsson, Páll Jóhannesson, Sólný I. Pálsdóttir og Tómas Guðmundsson. Aðgangur ókeypis. Sjá nánar frétt á bls. 25.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 19. febrúar 2018

Ađalfundur Rauđa krossins í Grindavík 

Fréttir / 16. febrúar 2018

Blús-rokk á Bryggjunni annađ kvöld

UMFG / 15. febrúar 2018

Juanma áfram í Grindavík

Grunnskólinn / 14. febrúar 2018

Líflegur öskudagur í Grunnskóla Grindavíkur

Fréttir / 8. febrúar 2018

Pizza í matinn í skólanum á öskudaginn

Fréttir / 8. febrúar 2018

Bćnastund í kirkjunni í kvöld

Íţróttafréttir / 7. febrúar 2018

Grindavík tapađi heima gegn Hamri í framlengdum leik

Grunnskólinn / 7. febrúar 2018

Ţorgrímur Ţráinsson heimsótti 5. og 6. bekk

Grunnskólinn / 6. febrúar 2018

Gaman saman - 3. og 4. bekkur í Ţrumunni