Sumarstörf hjá Grindavíkurbć 2016 - Sótt um rafrćnt

  • Fréttir
  • 18. mars 2016

Grindavíkurbær auglýsir sumarstörf í Kviku, tjaldsvæði, íþróttamiðstöð, Vinnuskóla (flokksstjórar), leikjkanámskeiðum, Grindavíkurvelli og í Miðgarði. Sjá nánar hér að neðan, einnig í nýjustu Járngerði (bls 34.-35). Sækja skal um störfin áwww.grindavik.is/umsokn nema annað sé tekið fram í texta viðkomandi auglýsingar. Umsóknarfrestur starfanna er í síðasta lagi 25. mars n.k. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á ráðningatímabilinu. 

Athugið að auglýsing fyrir Vinnuskóla Grindavíkur fyrir 8., 9, 10. bekk ásamt fyrsta ár í framhaldsskóla, fer í loftið eftir páska.

Starfsmaður í Kvikuna

Grindavíkurbær og Kvikan, auðlinda- og menningarhús, auglýsa eftir starfsmanni til að starfa í Kvikunni sumarið 2016. Starfstímabil er frá 1. maí til 31. ágúst. Vinnutími er frá kl. 10:00 - 17:00 alla virka daga. Starfið felst í móttöku gesta,
upplýsingaveitu, uppgjöri og þrifum. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á tímabilinu.

Leitað er að einstaklingi 20 ára og eldri sem hefur;
- ríka þjónustulund
- góða tungumálakunnáttu  
- góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og haft frumkvæði
- góða hæfni í mannlegum samskiptum 
- mikla ábyrgðartilfinningu og síðast en ekki síst góða þekkingu á staðháttum í Grindavík og nágrenni.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Grindavíkur.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri í síma 420 1100, netfang:thorsteinng@grindavik.is 
Umsækjendur fylli út rafræna umsókn á heimasíðu Grindavíkurbæjar (www.grindavik.is/umsokn), í síðasta lagi 25. mars næstkomandi. n.k.


Starfsmenn á tjaldsvæði

Grindavíkurbær og og Kvikan, auðlinda- og menningarhús, auglýsa eftir starfsfólki til að starfa á tjaldsvæði 
Grindavíkurbæjar sumarið 2016. Starfstímabil er frá 8. maí til 31. ágúst. Ráðnir verða þrír starfsmenn sem ganga munu vaktir á þessum tveimur starfsstöðvum. Á tjaldsvæðinu á virkum dögum og í Kvikunni um helgar. Starfið felst í móttöku gesta, upplýsingaveitu, uppgjöri og þrifum. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á tímabilinu. Unnið er á vöktum.

Leitað er að einstaklingum helst 18 ára og eldri sem hafa;
- ríka þjónustulund
- góða tungumálakunnáttu (enska og eitt Norðurlandamál)
- góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt
- reynsla af sambærilegum störfum er kostur
- góða hæfni í mannlegum samskiptum 
- mikla ábyrgðartilfinningu og síðast en ekki síst góða þekkingu á staðháttum í Grindavík og nágrenni.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Grindavíkur.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar í síma 420 1100, netfang: thorsteinng@grindavik.is 
Umsækjendur fylli út rafræna umsókn á heimasíðu Grindavíkurbæjar (www.grindavik.is/umsokn), í síðasta lagi 25. mars næstkomandi.


Starfsmaður í íþróttamiðstöð

Grindavíkurbær auglýsir eftir afleysingu í íþróttamiðstöðina. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á tímabilinu. Unnið er á vöktum. Óskað er eftir að ráða:
- Um er ræða kvenmann í 62% starf við gæslu, afgreiðslu og þrif, frá 21. nars í að minnsta kosti 6 vikur, möguleiki er að viðkomandi fari í 100% starf vegna sumarafleysinga í framhaldi af þessu.

Leitað er að einstaklingi 18 ára og eldri sem hefur:
- þekkingu í skyndihjálp og standast kröfur sem gerðar eru til sundvarða sem felast í því að taka sundpróf samkvæmt reglugerð um öryggi á sundstöðum
- hafa góða færni í mannlegum samskiptum
- góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og haft frumkvæði

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Grindavíkur.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hermann Guðmundsson forstöðumaður íþróttamannvirkja í síma 660 7304.

Umsækjendur sæki umsóknareyðublað á www.grindavik.is/umsokn og sendi útfyllt á hermann@grindavik.is, í síðasta lagi 14. mars næstkomandi.


Flokksstjórar við Vinnuskóla Grindavíkur í 100% starf

Vinnuskóli Grindavíkur auglýsir eftir flokksstjórum til að starfa við skólann sumarið 2016. Um 100% starf er að ræða (möguleiki á minna starfshlutfalli, allt niður í 50%. Einnig eru vaktir á Sjóaranum síkáta. Starfstímabil er frá 16. maí til 12. ágúst. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á tímabilinu. Leitað er að einstaklingum 20 ára og eldri sem hafa;
- ríka þjónustulund, góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði
- góða hæfni í mannlegum samskiptum
- mikla ábyrgðartilfinningu og síðast en ekki en síst ánægju af því að vinna með og leiðbeina unglingum.

Flokkstjórar stjórna daglegu starfi vinnuflokka skólans og stuðla að reglusemi, ástundun og góðri umgengni starfsmanna.
Flokkstjórar vinna með unglingunum og sýna þeim hvernig staðið skuli að verki og leiðbeina um notkun á áhöldum og tækjum.
VINNUSKÓLI GRINDAVÍKURBÆJAR ER TÓBAKSLAUS VINNUSTAÐUR.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Grindavíkur.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar í síma 420 1100, netfang: thorsteinng@grindavik.is 
Umsækjendur fylli út rafræna umsókn á heimasíðu Grindavíkurbæjar (www.grindavik.is/umsokn), í síðasta lagi 25. mars næstkomandi.


Leiðbeinendur við leikjanámskeið Grindavíkurbæjar

Grindavíkurbær auglýsir hér með eftir leiðbeinendum í 100% starf til að starfa við leikjanámskeið bæjarins sumarið 2016. Starfstímabil er frá 6. júní til 27. júlí ágúst (einnig hægt að byrja fyrr og enda síðar, sami vinnutími og flokksstjórar). Ekki er gert ráð fyrir frítöku á tímabilinu. Leitað er að einstaklingum 20 ára og eldri sem hafa;
- ríka þjónustulund
- góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði
- góða hæfni í mannlegum samskiptum og síðast en ekki síst reynslu og ánægju af því að vinna með börnum og unglingum.

Leiðbeinendur hafa umsjón með starfsemi leikjanámskeiðanna í samráði við sviðssstjóra frístunda- og 
menningarsviðs Grindavíkurbæjar. 
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Grindavíkur.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar í síma 420 1100, netfang: thorsteinng@grindavik.is 
Umsækjendur fylli út rafræna umsókn á heimasíðu Grindavíkurbæjar (www.grindavik.is/umsokn), í síðasta lagi 
25. mars næstkomandi.


Aðstoðarvallarstjóri

Grindavíkurbær auglýsir eftir aðstoðarvallarstjóra á Grindavíkurvelli sumarið 2016. Starfstímabil er frá 1. apríl til 30. sept. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á tímabilinu. Leitað er að 
einstaklingi 18 ára og eldri sem hefur reynslu af sambærilegu starfi. Jafnframt;
- skilyrði er að hafa vinnuvélaréttindi
- hafa góða færni í mannlegum samskiptum
- góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Grindavíkur.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hermann Guðmundsson forstöðumaður íþróttamannvirkja.
Umsækjendur fylli út rafræna umsókn á heimasíðu Grindavíkurbæjar (www.grindavik.is/umsokn), í síðasta lagi 25. mars næstkomandi.

 

Starfsfólk í Miðgarði

Miðgarður auglýsir eftir starfsfólki í sumarafleysingar. Um er að ræða hlutastarf í vaktavinnu. Starfstímabil er frá 15. júní til 15. ágúst. Starfið felst í almennri umönnun og eftirfylgd skjólstæðinga innan og utan heimilisins, 
almennum heimilisverkum, þrifum og ýmsum tilfallandi verkefnum.

Leitað er að einstaklingum 20 ára og eldri sem hafa;
- ríka þjónustulund
- góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og haft frumkvæði,
- góða hæfni í mannlegum samskiptum 
- mikla ábyrgðartilfinningu 
- grunnþekkingu í almennri tölvunotkun

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefanía Jónsdóttir deildarstjóri í síma 426 8014, eða á netfanginu: 
stefania@grindavik.is
Umsækjendur fylli út rafræna umsókn á heimasíðu Grindavíkurbæjar (www.grindavik.is/umsokn), í síðasta lagi 
23. mars næstkomandi.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál