Sigga Beinteins, Jogvan og Guđrún Gunnars flytja gömlu perlurnar sem allir elska

  • Fréttir
  • 18. mars 2016

„Við eigum samleið - Lögin sem allir elska" er yfirskrift tónleika sem söngvararnir góðkunnu Sigga Beinteins,
Jogvan og Guðrún Gunnars verða með í Grindavíkurkirkju Í KVÖLD föstudaginn 18. mars n.k. kl. 20:00. Tónleikarnir hafa fyllt hafa Salinn í Kópavogi fimm sinnum og seldist upp á skömmum tíma á þá alla. Athugið lækkað miðaðverð: 3.900 kr.

Á tónleikunum er létt og afslöppuð stemning, því ekki aðeins syngja þau lögin sem allir þekkja og elska, heldur segja þau skemmtilegar sögur úr bransanum og síðast en ekki síst gera þau stólpa grín hvert að öðru.

Hérna eru á ferðinni einstaklega ljúfir og skemmtilegir tónleikar með gömlu góðu lögunum. Á dagskránni eru meðal annars lögin Heyr mína bæn, Ég er komin heim, Til eru fræ, Kata rokkar, Ég veit þú kemur, Dagný ásamt fleiri perlum úr íslenskri dægurlagasögu. Þetta eru tónleikar sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta fram hjá sér fara. Með þeim á píanó leikur snillingurinn Karl Olgeirsson.

Fyrir tveimur árum byrjuðu þau Jogvan H ansen, Sigga Beinteins og Guðrún Gunnarsdóttir að syngja saman gömlu góðu lögin sem þau heyrðu í útvarpinu í æsku. Það er að segja Sigga og Guðrún, því Jogvan ólst upp í Færeyjum og hefur því verið að upplifa flest þessara laga í fyrsta skipti. En engu að síður náðu þau öll þrjú svona ljómandi vel saman í flutningi þessara gömlu dægurlaga, að þau hafa ekki stoppað síðan.

„Viðtökurnar hafa verið svo ótrúlega góðar að það hefur selst upp í hvert einasta skipti í Salnum. Það er alveg greinilegt að fólk vill heyra þessar perlur og þær eru sjaldan fluttar live, við þrjú hreinlega elskum að syngja þetta efni," segir Sigga.

Jogvan segir að hann sé búinn að taka ástfóstri við þessi lög, hann sé líka gömul sál og líki vel að syngja gamla standarda. „Ég á td ekki orð yfir hversu fallegt lag Dagný er eftir Sigfús Halldórsson, þetta er bara eitthvað fallegasta lag sem ég hef heyrt og ég er strax farin að spá í að gefa það út á færeysku". 

Jogvan tekur svo fram hlæjandi að ástæðan fyrir því að hann var tekinn með í hópinn sé sennilega sú að ná meðalaldri sönghópsins aðeins niður, og við þessi orð taka þau öll þrjú bakföll úr hlátri.

„Við gerum stólpagrín að okkur sjálfum bæði á sviði og utan sviðs, " segir Guðrún. 

„Ég held að það sem hafi gert þessa tónleika svona vinsæla er léttleikinn sem svífur yfir, við segjum sögurnar á bak við lögin í bland við sögur af okkur sjálfum og höfum svo innilega gaman að hvert öðru".

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!