Menningarvika á föstudegi: Bćjarlistamađur međ opna vinnustofu og stórtónleikar í kirkjunni

  • Fréttir
  • 18. mars 2016

Það er ýmislegt um að vera á föstudegi Menningarviku, 18. mars. Meðal annars verður bæjarlistamaður Grindavíkur 2016, Helga Kristjánsdóttir, með opna vinnustofu í dag og á morgun, opið svið á Bryggjunni og þá verða stórtónleikar í Grindavíkurkirkju í kvöld.

Föstudagur 18. mars

Kl. 08:00 Morgunsöngur í Hópsskóla. Hvetjum gesti og gangandi til að líta við og syngja með. 

Kl. 10:00-18:00 Bókasafnið í Iðu, Ásabraut 2. Málverkasýning. Fannar Þór Bergsson leirlistamaður og eigandi Leira meira, verður með sýningu á fígúrum sem hann hefur leirað og tengjast þær allar teiknimyndum á einn eða annan hátt. 
Popplistamaðurinn Hjalti Parelíus verður með sýningu á myndum sínum og verða einhverjar þeirra til sölu ef fólk hefur áhuga á að næla sér í verk eftir einn af okkar áhugaverðustu samtíma listamönnum.


Kl. 10:00-16:00 Verslunarmiðstöðin.
Heilsuleikskólinn Krókur, Leikskólinn Laut og Grunnskóli Grindavíkur sýna verk 
nemenda sinna:

Kl. 10:00-16:00 Verslunarmiðstöðin, 2. hæð (gamla bókasafnið). Yfirlitssýning á málverkum í eigu Grindavíkurbæjar. Á meðal málara má nefna Gunnlaug Scheving, Jón Gunnarsson, Garðar Jökulsson, Einar Lár, Sossu, Sigurð Hallmarsson, Bjarna Jónsson, Kjartan Guðjónsson, Hring Jóhannesson, Höllu Har., Sigríði Rósinkrans o.fl.
Northern Light Inn. Málverkasýning Gunnellu. Guðrún Elín Ólafsdóttir sýnir verk sín en hún sækir efni mynda sinna í 
íslenska náttúru og sögu, þar sem íslenska bóndakonan skipar aðalhlutverkið.

Kl. 13:00-16:00 Myndlistasýning í Verkalýðshúsinu, Víkurbraut 46. Samsýning grindvískra málara. Anna María Reynisdóttir, Berta Grétarsdóttir, Lóa Sigurðardóttir, Sólveig Óladóttir og Þóra Loftsdóttir sýna verk sín sem þær hafa málað undanfarin misseri.

Kl. 13:00-18:00 Opið hús í vinnustofu Helgu Kristjánsdóttur listmálara og Bæjarlistamanns Grindavíkur 2016 að Vörðusundi 1.

Kl. 14:00-16:00 Handverksfélagið Greip með sýningu á útskurði og málverkum í aðstöðu sinni að Skólabraut 8-10 (gömlu slökkvistöðinni) í nýjum sal. Allir velkomnir. 

Kl. 17:00-20:00 Framsóknarhúsið. Grindvíkingurinn Rúnar Þór Þórðarson með málverkasýningu en hann sýnir aðallega myndir af bátum og frá landslagi í Grindavík, hann málar bæði á striga og krossviðsplötur. Þetta er fyrsta einkasýning hans en áður hefur hann tekið þátt í samsýningum. 

18:00 Bílabíó. Minja- og sögufélagið með ljósmyndasýningu á gafli fisverkunarfyrirtækisins Þróttar á horni Ægisgötu og Verbrautar, beint á móti sýningarglugga Þorbjarnar hf. Mynda-sýningin mun rúlla á gaflinum frá kl. 18 og fram í birtingu. Blanda og eldri og nýrri myndum.

Kl. 20:00 Grindavíkurkirkja. „Við eigum samleið - lögin sem allir elska" er yfirskrift tónleika sem söngvararnir góðkunnu Sigga Beinteins, Jogvan og Guðrún Gunnars verða með í Grindavíkurkirkju. Tónleikarnir hafa fyllt hafa Salinn í Kópavogi fimm sinnum og seldist upp á skömmum tíma á þá alla. Á tónleikunum er létt og afslöppuð stemning, því ekki aðeins syngja þau lögin sem allir þekkja og elska, heldur segja þau skemmtilegar sögur úr bransanum og síðast en ekki síst gera þau stólpa grín hvert að öðru. Hérna eru á ferðinni einstaklega ljúfir og skemmtilegir tónleikar með gömlu góðu lögunum. Á dagskránni eru meðal annars lögin: Heyr mína bæn, Ég er komin heim, Til eru fræ, Kata rokkar, Ég veit þú kemur, Dagný ásamt fleiri perlum úr íslenskri dægurlagasögu. Þetta eru tónleikar sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta fram hjá sér fara. Með þeim á píanó leikur snillingurinn Karl Olgeirsson. Miðaverð: 4.500 kr. Selt við innganginn.

Kl. 22:00-01:00 Opið svið á Bryggjunni. Að venju er gestum velkomið að taka lagið með þeim félögum Halldóri Lárussyni trommuleikara, Ólafi Þór Ólafssyni gítarleikara og Þorgils Björgvinssyni bassaleikara. Það er gaman að geta þess að þetta verður í 18da sinn sem opið svið verður á Bryggjunni og alltaf hefur verið fullt hús.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál