Vinabekkjadagur á morgun

  • Grunnskólinn
  • 17. mars 2016

Vinabekkjadagur verður á morgun föstudag en þá koma vinabekkirnir saman eftir hádegi og finna sér sameiginleg verkefni.  Reiknað er með um 60-80 mínútum í sameiginlega stund vinabekkja. Þá er margt skemmtilegt gert en meginmarkmiðið er að auka samkennd og byggja upp góðan skólabrag.  Nemendur fara að því loknu í kærkomið páskafrí og mæta að nýju miðvikudaginn 30. mars, þá endurnærðir eftir samveru með vinum og fjölskyldum. 

Vinabekkir í vetur eru:
1. og 7. bekkur
2. og 6. bekkur
3. og 8. bekkur
4. og 10. bekkur
5. og 9. bekkur


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir