Nemendur grunn- og leikskóla sýna í verslunarmiđstöđinni

  • Fréttir
  • 17. mars 2016

Veggir verslunarmiðstöðvarinnar að Víkurbraut 62 eru stórglæsilegir þessa dagana en í tilefni Menningarviku hafa nemendur í Grunnskóla Grindavík, Laut og Króki sett upp skemmtilega sýningu bæði á fyrstu og annarri hæð. Sýningin opnaði formlega síðastliðinn föstudag og þar var margt um manninn. Þessar myndir voru teknar við það tækifæri en fleiri myndir má sjá á Facebook. En það er auðvitað best að sjá sýninguna með eigin augum og hvetjum við bæjarbúa til að kíkja við og skoða verkin.

Úr dagskrá Menningarviku:

Heilsuleikskólinn Krókur, Leikskólinn Laut og nemendur í 4. bekk Grunnskóla Grindavíkur opna sýningar á verkum nemenda í göngum verslunarmiðstöðvarinnar á 1. og 2. hæð. 

Krókur: Sýningin Það vex sem að er hlúð í stigagangi og á 2. hæð. Á sýningunni má sjá margskonar handverk og sameiginlegt málverk sem börnin unnu með Helgu Kristjánsdóttur bæjarlistamanni Grindavíkur. Einnig verður á sýningunni eitt samvinnuverk sem gestir og gangandi taka þátt í að skapa og hugleiða í senn á meðan sýningin stendur yfir 

Laut: „Grindavík með okkar augum" - Elstu börn leikskólans, Stjörnuhópur, fer í gönguferð um Grindavik. Hvert barn tekur eina mynd að eigin vali og nefnir sína mynd. 

Grunnskólinn: Nemendur í 4. bekk sýna sjálfsmyndir, verkefni sem þau hafa unnið í samvinnu myndmenntar og textíls.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!