50 manns koma ađ árshátíđarleikritum

  • Fréttir
  • 15. mars 2016

Árshátíðarleikrit Grunnskóla Grindavíkur verða tvö í ár eins og í fyrra.Vakin er athygli á því að bæjarsýningar verða 16. og 17. mars. Sjöundi og áttundi bekkur sýna söngleikinn Prinsinn af Tuvalu eftir Pálmar Örn Guðmundsson og níundi og tíundi bekkur sýna söngleikinn Leikhúsraunir eftir Erlu Rut Harðardóttur leikkonu. Að verkunum koma stór hópur kenn-ara og starfsmanna. Leikstjórar eru kennararnir Pálmar Örn Guðmundsson og Kristín Gísladóttir. 

Pálmar leikstýrir yngri hópnum og Kristín þeim eldri. Þeim til aðstoðar er Ólöf Daðey Pétursdóttir. Halla Sveinsdóttir textílkennari stýrir stórum hóp stúlkna í búningavali og sjá þær alfarið um að hanna og sauma búningana í Leikhúsraunum. Jóhann Árni Ólafsson frístundaleiðbeinandi í Þrumunni stýrir tæknimönnum og Harpa Pálsdóttir danskennari aðstoðar við dansatriði og Halldóra Guðbjörg Sigtryggsdóttir myndmenntakennari aðstoðar við leikmynd. Í ár kemur Tónlistarskóli Grindavíkur einnig að uppsetningunni hjá eldri hópnum með þeim hætti að Rósalind Gísladóttir söngkennari þjálfar söngvarana en 9 lög eru í sýningunni sýningunni og Arnór Sigurðarson slagverksleikara spilaði inn allan undirleik. 

Pálmar Örn Guðmundsson er innfæddur Grindvíkingur. Hann er umsjónakennari í 6. bekk og flestum hér kunnur fyrir ýmis afrek á listasviðinu. Hann er listamálari, syngur og spilar á gítar, dansar og núna semur hann söngleik og leikstýrir. Í grunnskóla og menntaskóla tók hann virkan þátt í uppsetningum á hinum ýmsum leikverkum.

Kristín Gísladóttir hefur búið í Grindavík í 13 ár og kennt við Grunnskólann síðustu 7 ár. Hún hefur lengi verið viðloðandi áhugaleikhúslífið, byrjaði að leika og starfa með Leikfélagi Patreksfjarðar fyrir 35 árum. Hún hefur tekið þátt í nokkrum sýningum með Leikfélaginu Hugleik og einnig starfaði hún í nokkur sumur með Leikfélaginu Sýnir. Kristín hefur einnig farið á fjölmörg leiklistarnámskeið í gegnum tíðina, fór m.a. á 6 vikna leiklistarnámskeið hjá Eddu Björgvins og Gísla Rúnari árið 1998 og í Leiklistarskóla Bandalags íslenskra áhugaleikfélaga í Svarfaðardal sumarið 1999. 

Ólöf Daðey Pétursdóttir er innfæddur Grindvíkingur og hefur ekki tekið þátt í uppsetningu leikrits áður. Hún flutti heim frá New York í sumar en hún hefur ferðast um heiminn undanfarin ár. Hún er með MA gráðu í þróunarfræðum og hefur kennt við Grunnskólann frá því sl. haust. 

Prinsinn af Tuvalu fjallar um nýjan nemanda sem kemur í Grunnskóla Grindavíkur. Hann lendir óvart upp á móti krökkunum á fyrsta degi en ekki er allt sem sýnist.

Leikhúsraunir fjallar um starfsfólk og leikara í leikhúsi, starfsfólkið fer á hópeflisnámskeið og frumsýnt er leikrit í leikritinu og þar gerist ýmislegt skemmtilegt. 

Um 50 nemendur koma að þessum tveimur sýningum, 25 leikarar eru í Prinsinum af Tuvalu, 14 leikarar í Leikhúsraunum og um 10 nemendur í viðbót sjá um ljós, hljóð og búningahönnun. Æfingar hafa gengið vel og vonumst við til þess að bæjarbúar geri sér dagamun og fjölmenni á þennan bráðskemmtilega menningarviðburð.

Sýningar á árshátíðarleikritum:

15. mars kl. 13:15: Árshátíð elsta stigs.
16. mars kl. 20:00 Bæjarsýning.
17. mars kl. 20:00 Bæjarsýning.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir