Menningarvika á ţriđjudegi: Eru Selatangar í hćttu? - Árshátíđarleikrit frumsýnd

  • Fréttir
  • 15. mars 2016

Árshátíð grunnskólans og áhugaverður fyrirlestur um strandminjar, þar á meðal Selatangar, er meðal annars á dagskrá Menningarviku í dag, þriðjudaginn 15. mars. Dagskráin er þessi: 

Þriðjudagur 15. mars

Kl. 08:00 Morgunsöngur í Hópsskóla. Hvetjum gesti og gangandi til að líta við og syngja með. 

Kl. 10:00-12:00 Foreldramorgunn: Samvera foreldra með ung börn í safnaðarheimilinu. Kaffi á könnunni og létt spjall, leiksvæði fyrir börnin. Allir foreldrar og þeirra kríli velkomin.

Kl. 10:00-18:00 Bókasafnið í Iðu, Ásabraut 2. Málverkasýning. Fannar Þór Bergsson leirlistamaður og eigandi Leira meira, verður með sýningu á fígúrum sem hann hefur leirað og 
tengjast þær allar teiknimyndum á einn eða annan hátt. Popplistamaðurinn Hjalti Parelíus verður með sýningu á myndum sínum og verða einhverjar þeirra til sölu ef fólk hefur áhuga á að næla sér í verk eftir einn af okkar áhugaverðustu samtíma listamönnum.

Northern Light Inn. Málverkasýning Gunnellu. Guðrún Elín Ólafsdóttir sýnir verk sín en hún sækir efni mynda sinna í 
íslenska náttúru og sögu, þar sem íslenska bóndakonan skipar aðalhlutverkið.

Kl. 10:00-18:00 Verslunarmiðstöðin. Heilsuleikskólinn Krókur, Leikskólinn Laut og Grunnskóli Grindavíkur sýna verk nemenda sinna.

Kl. 10:00-16:00 Verslunarmiðstöðin, 2. hæð (gamla bókasafnið). Yfirlitssýning á málverkum í eigu Grindavíkurbæjar. Á meðal málara má nefna Gunnlaug Scheving, Jón Gunnarsson, Garðar Jökulsson, Einar Lár, Sossu, Sigurð Hallmarsson, Bjarna Jónsson, Kjartan Guðjónsson, Hring Jóhannesson, Höllu Har., Sigríði Rósinkrans o.fl.

Kl. 13:00-16:00 Myndlistasýning í Verkalýðshúsinu, Víkurbraut 46. Samsýning grindvískra málara. Anna María Reynisdóttir, Berta Grétarsdóttir, Lóa Sigurðardóttir, Sólveig Óladóttir og Þóra Loftsdóttir sýna verk sín sem þær hafa málað undanfarin misseri.

Kl. 14:00-16:00 Handverksfélagið Greip með sýningu á útskurði og málverkum í aðstöðu sinni að Skólabraut 8-10 (gömlu slökkvistöðinni) í nýjum sal. Allir velkomnir.

Kl. 14:00 Grunnskóli Grindavíkur. Árshátíðarleikrit elsta stigs (nemendasýning). Sýndir verða söngleikirnir Prinsinn af Tuvalu eftir Pálmar Örn Guðmundsson, leikstjóri Pálmar Örn Guðmundsson og Leikhúsraunir eftir Erlu Rut Harðardóttur, leikstjóri er Kristín Gísladóttir. Þeim til aðstoðar eru kennararnir Ólöf Daðey Pétursdóttir, Halla Sveinsdóttir og Halldóra Guðbjörg Sigtryggsdóttur, Jóhann Árni Ólafsson frístundaleiðbeinandi og Harpa Pálsdóttir danskennari. Frá Tónlistarskólanum koma þau Rósalind Gísladóttir söngkennari sem æfir sönginn í Leikhúsraunum og Arnór Sigurðarson slagverkskennari sem spilaði inn allan undirleik. Um 50 nemendur koma að þessum tveimur sýningum, 25 leikarar eru í Prinsinum af Tuvalu, 14 leikarar í Leikhúsraunum og um 10 nemendur í viðbót sjá um ljós, hljóð og búningahönnun.

Kl. 17:00-22:00 Framsóknarhúsið. Grindvíkingurinn Rúnar Þór Þórðarson með málverkasýningu en hann sýnir aðallega myndir af bátum og frá landslagi í Grindavík, hann málar bæði á striga og krossviðsplötur. Þetta er fyrsta einkasýning hans en áður hefur hann tekið þátt í samsýningum. 

18:00 Bílabíó. Minja- og sögufélagið með ljósmyndasýningu á gafli fisverkunarfyrirtækisins Þróttar á horni Ægisgötu og Verbrautar, beint á móti sýningarglugga Þorbjarnar hf. Mynda-sýningin mun rúlla á gaflinum frá kl. 18 og fram í birtingu. Blanda og eldri og nýrri myndum.
Kl. 20:00 Kyrrðarbæn (centering prayer) í Grindavíkurkirkju. Allir velkomnir.

Kl. 20:00 Strandminjar í hættu - lífróður - í Hópsskóla. Minja- og sögufélagið boðar til ráðstefnu um málefni minja sem eru í hættu vegna ágangs sjávar eins og Selatangar. Eyþór Eðvarðsson fjallar um minjar við ströndina, stöðu mála og hvað hægt er að gera til að takast á við þróunina. Yfirskrift fyrirlesturins heitir: Látum hendur standa fram úr ermum. Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. Þær minjar sem ekki síst eru í hættu eru minjar um sjávarútveg og sjósókn Íslendinga frá landnámi og allt fram á 20. öld. Um er að ræða gríðarlegt magn ómetnalegra menningarverðmæta sem eru nær órannsökuð og munu að óbreyttu hverfa í sjóinn.
Einnig flytur Guðmundur Stefán Sigurðarson frá Minjastofnun erindi. Allir velkomnir og hvetjum við sem flesta til að koma og fræðast um alvarlega stöðu strandminja á Íslandi.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir